Fréttir


Fréttir: 2011 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

15.6.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Friends Life Company Limited til AXA Wealth Limited Lesa meira

15.6.2011 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 20 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna í árslok 2010. Þessum sjóðum fækkaði um fjóra frá síðasta uppgjöri. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða hefur batnað frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu neikvæð um 6,3% eða sem nemur 145 ma.kr. halla. Aðeins tveir sjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu.

Lesa meira

14.6.2011 : Samruni Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. við Landsbankann hf.

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. við Landsbankann hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Landsbankans hf. Lesa meira

6.6.2011 : Nýr formaður og varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins

Aðalsteinn Leifsson, lektor, hefur tekið við sem nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, hefur tekið við sem varaformaður. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, situr áfram í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

24.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá AXA Wealth Limited til Winterthur Life UK Limited og frá Winterthur Life UK Limited til AXA Wealth Limited. Lesa meira

23.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá National Westminster Life Assurance Limited og Royal Scottish Assurance Plc. til Aviva Life & Pensions UK Limited. Lesa meira

20.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða, umræðuskjal nr. 5/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmælin sem Fjármálaeftirlitið gefur út um framangreint efni og er þeim ætlað að ná til áhættustýringar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Lesa meira

19.5.2011 : MP banki hæfur til að fara með virkan eignarhlut

Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu þann 6. maí sl. að MP banki hf., kt. 540502-2930, Ármúla 13a, 108 Reykjavík (áður nb.is - sparisjóður hf,) sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut, allt að 100% eignarhlut, í Júpíter rekstrarfélagi hf., 520506-1010, og allt að 50% eignarhlut í GAM Management hf., kt. 530608-0690, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

6.5.2011 : Viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu frá ársbyrjun 2009 orðin 167

Fjármálaeftirlitið hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Lesa meira

6.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum, umræðuskjal nr. 3/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmæli sem Fjármálaeftirlitið gefur út um ofangreint efni og er þeim ætlað að ná til samtryggingadeilda lífeyrissjóða en geta að flestu leyti einnig náð til séreignasjóða.

Lesa meira

2.5.2011 : Afkoma vátryggingafélaga á árinu 2010

Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga á árinu 2010 var um 4,1 ma.kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 2,1 ma.kr. Sé horft framhjá Viðlagatryggingu er hagnaður skaðatryggingafélaga rétt um 2 ma.kr. Hagnaður af vátryggingastarfsemi var 2,6 ma.kr. en hins vegar var tap af fjármálastarfsemi sem nam tæpum 600 m.kr. Helsta ástæða þess taps eru gjöld vegna matsbreytinga á fjárfestingum sem samanlagt námu tæpum 2 ma.kr. á árinu.

Lesa meira

12.4.2011 : Breytingar varðandi MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt tilteknar breytingar er varða MP banka hf. Lesa meira

8.4.2011 : Afturköllun starfsleyfa

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf. Lesa meira

5.4.2011 : Fjármálaeftirlitið veitir Auði Capital hf. auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Auði Capital hf. þann 4. apríl sl. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki. Auður Capital hf. fékk upphaflega starfsleyfi þann 25. apríl 2008. Starfsleyfi Auðar Capital hf. var þann 4. apríl sl. endurútgefið með tilliti til aukinna starfsheimilda. Lesa meira

25.3.2011 : 47 stjórnarmenn hafa farið í hæfismat

Ráðgjafarnefnd Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna hefur nú metið 47 stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga, þar af átta úr stjórnum eignarhaldsfélaga. Niðurstaðan var sú að þekking, skilningur og viðhorf stjórnarmannanna varðandi helstu efni sem tengjast verksviði þeirra var fullnægjandi í 35 tilvikum en ófullnægjandi í 12 tilvikum. Lesa meira

15.3.2011 : EIOPA gefur út niðurstöður fimmtu áhrifskönnunarinnar vegna Solvency II (QIS5)

Eftirlitsstofnun Evrópu á vátryggingasviði (European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) hefur birt niðurstöður QIS5 (Quantative Impact Study), sem er fimmta könnunin á væntanlegum áhrifum Solvency II regluverksins á vátryggingamarkaði sem taka mun gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 1. janúar 2013.

Lesa meira

14.3.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. Lesa meira

8.3.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Eignarhaldsfélags NBI ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Rose Invest hf.

Hinn 25. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf., kt. 530407-1790, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Rose Invest hf., sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða, verður talið dótturfyrirtæki þess, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

7.3.2011 : Aðvaranir til fjárfesta á vef Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið birtir reglulega á vef sínum aðvaranir erlendra fjármálaeftirlita þar sem varað er við starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa starfsleyfi eða leyfi til að veita þjónustu fjármálafyrirtækja. Í febrúarmánuði síðastliðnum voru þessar aðvaranir 54. Sjá má aðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á eftirfarandi slóð: http://www.fme.is/?PageID=565.

Lesa meira

5.3.2011 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vegna Spkef sparisjóðs

Á grundvelli heimildar í VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins á fundi sínum í dag tekið ákvörðun sem felur í sér að NBI hf. tekur yfir rekstur, eignir og skuldbindingar Spkef sparisjóðs með þeim hætti að Spkef sparisjóður verður sameinaður NBI hf.

Lesa meira
Síða 4 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica