Fréttir


Fréttir: 2015 (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

5.1.2015 : Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins, en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Auk formanns eiga eftirtaldir aðal- og varamenn sæti í stjórn: Tómas Brynjólfsson, aðalmaður (varaformaður), Arnór Sighvatsson, aðalmaður, Friðrik Ársælsson, varamaður, Ástríður Jóhannesdóttir, varamaður og Harpa Jónsdóttir, varamaður.   

Lesa meira

2.1.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 22. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 25,00%. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. á sem stendur 24,96% eignarhlut í Borgun hf. Lesa meira

2.1.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Íslenska eignastýringu hf., Pivot ehf. (áður Gunner ehf.) og Straum fjárfestingabanka hf. hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 19. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að félögin Íslensk eignastýring hf., Pivot ehf. og Straumur fjárfestingabanki hf. séu hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í  Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Lesa meira

2.1.2015 : EIOPA gefur út umræðuskjal um mat á jafngildi Bermuda, Japans og Sviss gagnvart tilteknum ákvæðum í Solvency II

Þrjár greinar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB) fjalla um svokallað jafngildi (e. equivalence) ríkja utan EES, en í því felst að löggjöf og umgjörð eftirlits í þeim ríkjum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast jafngild því sem gerðar eru kröfur um í Solvency II. Kröfurnar eru misjafnar eftir því hvers konar jafngildi er um að ræða.

Lesa meira
Síða 6 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica