Fréttir


Fréttir: 2015 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

19.3.2015 : Hvers vegna fjármálaeftirlit?

Fjármálaeftirlitið efnir til ráðstefnu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 23. mars frá 13 – 17. Á ráðstefnunni verður fjallað um tilgang skilvirks fjármálaeftirlits, helstu nýjungar á sviði eftirlits og reglusetningar á alþjóðavettvangi, í Evrópu og stöðu Íslands í því samhengi. Fjallað verður um nýlega úttekt AGS á virkni bankaeftirlits á Íslandi með tilliti til viðmiða um bestu framkvæmd og umbótaverkefni Fjármálaeftirlitsins

Lesa meira

18.3.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

11.3.2015 : Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið birtir umsagnir um fyrirhugaða tæknistaðla á grundvelli á MiFID2/MiFIR

Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (European Securities and Markets Authority (ESMA) hefur birt á heimasíðu sinni umsagnir um tæknistaðla sem setja á með stoð í tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Directive (MiFID2)) og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Regulation (MiFIR)).

Lesa meira

10.3.2015 : Drög að nýrri tilskipun um baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (AMLD)

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB  (COREPER) samþykkti á fundi þann 4. febrúar 2015 samkomulag um styrkingu regluverks til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkomulagið felur í sér tillögur að nýrri peningaþvættistilskipun. Í kjölfar fundarins samþykkti ráð Evrópusambandsins samkomulagið þann 10. febrúar 2015 og liggur það nú fyrir Evrópuþinginu  til samþykktar. Að því gefnu að þingið samþykki tillögurnar óbreyttar verður tilskipunin birt í stjórnartíðindum ESB og öðlast þar með gildi.

Lesa meira

9.3.2015 : Líftryggingamiðstöðinni hf. veitt leyfi fyrir nýjum greinarflokki vátrygginga

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 9. janúar 2015 beiðni Líftryggingamiðstöðvarinnar um leyfi fyrir nýjum greinarflokki vátrygginga og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess.

Lesa meira

4.3.2015 : Náms- og árshátíðarferð Starfsmannafélags Fjármáleftirlitsins

Starfsmannafélag Fjármálaeftirlitsins hefur haft frumkvæði að skipulagningu náms- og árshátíðarferðar til Írlands í apríl og mun hún standa frá fimmtudeginum 23. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti, til sunnudagsins 26. apríl. Ferðin mun ekki trufla daglega starfsemi eftirlitsins. Tæplega helmingur starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að taka þátt í ferðinni. Lesa meira

3.3.2015 : Tímabundin starfsemi lánastofnana

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman upplýsingar um eignarhluta viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í fyrirtækjum sem þau hafa eignast tímabundið með yfirtöku og teljast til annarrar starfsemi fjármálafyrirtækja. Þessi þáttur er sem kunnugt er kallaður tímabundin starfsemi fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

2.3.2015 : Skýrsla um útfærslu á EMIR reglugerðinni

Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út skýrslu til Ráðsins og Evrópuþingsins á grundvelli 2. mgr. 85. gr. reglugerðar nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (European Market Infrastructure Regulation, EMIR reglugerðin). Miðlægur mótaðili er lögaðili sem gengur á milli mótaðila að samningum og gerist þar með kaupandi gagnvart hverjum seljanda og seljandi gagnvart hverjum kaupanda. Skýrslan fjallar um mat á árangri og viðleitni miðlægra mótaðila við þróun tæknilegra lausna fyrir yfirfærslu lífeyriskerfa á öðrum tryggingum en reiðufé vegna viðbótartryggingarkrafna og þörf á ráðstöfunum til að auðvelda slíkar lausnir.

Lesa meira

25.2.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

19.2.2015 : Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið kallar eftir umsögnum um tæknistaðla

Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitið (European Securities and Markets Authority (ESMA) hefur kallað eftir umsögnum um tæknistaðla sem setja á með stoð í tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Directive (MiFID2)) og reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (Markets in Financial Instruments Regulation (MiFIR)).

Lesa meira

12.2.2015 : Vinna við viðhald á netbúnaði

Vegna vinnu við viðhald á netbúnaði Fjármálaeftirlitsins má búast við truflunum á netsambandi við stofnunina eftir kl.17, föstudaginn 13. febrúar 2015 og fram eftir kvöldi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

4.2.2015 : Íslenska lífeyriskerfið uppfyllir meginkröfur OECD

Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða kynntu í dag nýja rannsókn á nægjanleika lífeyrissparnaðar. Rannsóknin er hluti fjölþjóðlegs verkefnis með samræmdri aðferðafræði um nægjanleika lífeyris í ríkjum OECD.  Hér er fréttatilkynning með helstu niðurstöðum og skýrslan á íslensku.

Lesa meira

2.2.2015 : Athugasemd við fyrirsögn fréttar á mbl.is

Rétt áðan birtist á vef Morgunblaðsins frétt með fyrirsögninni: Skoða leka úr Fjármálaeftirlitinu. Af þessum orðum mætti ráða að gögn með upplýsingum sem varða bankaleynd hefðu borist frá Fjármálaeftirlitinu.

Fjármálaeftirlitið hefur í yfirlýsingum sínum og svörum til fjölmiðla tekið skýrt fram að ekkert bendi til þess að gögn hafi lekið frá Fjármálaeftirlitinu. Að mati Fjármálaeftirlitsins er ekkert í meginmáli fréttar mbl.is sem styður fyrirsögn hennar.

Lesa meira

29.1.2015 : Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabanka í kjölfar fjármálaáfallsins 2008

Vegna umræðu undanfarna daga á opinberum vettvangi telur Fjármálaeftirlitið (FME) rétt að skýra nokkra efnisþætti varðandi hlutverk og ákvarðanir stjórnar FME um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabankanna þriggja sem féllu haustið 2008.

Lesa meira

26.1.2015 : Upplýsingar um aðila sem hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að Vátryggingaráðgjöf Stefáns Gissurarsonar ehf. bjóði neytendum þjónustu sem fellur undir miðlun vátrygginga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

15.1.2015 : ORSA leiðbeiningar 2015

Samkvæmt 24. tölul. leiðbeinandi tilmæla nr. 3/2014 skulu vátryggingafélög framkvæma árlega eigið áhættu- og gjaldþolsmat (hér eftir ORSA) sem veitir stjórn og forstjóra upplýsingar um virkni áhættustýringar og gjaldþolsstöðu, jafnt núverandi sem líklega framtíðarstöðu.

Lesa meira

13.1.2015 : EBA gefur út leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferli eftirlitsstofnana

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferlið (e. SREP), en það er viðvarandi ferli varðandi alla eftirlitsþætti sem snúa að eftirlitsskyldum aðila og er ætlað að gefa heildarmynd af honum.

Lesa meira

13.1.2015 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2015 um drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar.

Lesa meira

8.1.2015 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn leiðbeinandi tilmæli

Fjármálaeftirlitið hefur í dag gefið út tvenn ný leiðbeinandi tilmæli, annars vegar nr. 6/2014 um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum og hins vegar nr. 7/2014 um innri endurskoðun vátryggingafélaga.

Lesa meira

7.1.2015 : EIOPA gefur út drög að framkvæmdatæknistöðlum og leiðbeinandi tilmælum vegna Solvency II til umsagnar

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 3. desember sl. drög að framkvæmdatæknistöðlum (e. Implementing Technical Standards) og leiðbeinandi tilmælum (e. Guidelines) vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB). EIOPA var komið á fót með reglugerð ESB nr. 1094/2010/EB og skv. 16. gr. þeirrar reglugerðar hefur EIOPA heimild til að setja leiðbeinandi tilmæli til að auka samræmingu í regluverki og eftirliti innan ESB. Tilmælin útskýra betur eftirlitsframkvæmd og kröfur í Solvency II og því telur Fjármálaeftirlitið það til hagsbóta fyrir alla aðila á markaðnum að farið sé að þeim.

Lesa meira
Síða 5 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica