Fréttir


Fréttir (Síða 43)

Fyrirsagnalisti

13.7.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

13.7.2011 : Tilkynning um afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðs

Með vísan til 1. mgr. 9. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, sbr. 1. mgr. 52. gr. laganna, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 11. júlí 2011, afturkallað staðfestingu sjóðsdeildarinnar ÍS-6 sem starfrækt er innan Fjárfestingarsjóðs MP Fjárfestingarbanka og rekin er af Júpíter rekstrarfélagi hf., kt. 520506-1010, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík. Lesa meira

8.7.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaðan samruna vátryggingafélaga og yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

7.7.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

4.7.2011 : Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja

Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafa verið samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins Þegar lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 var breytt sl. sumar, með lögum nr. 75/2010, var mælt fyrir um að Fjármálaeftirlitið skyldi setja reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Reglurnar voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins þann 30. júní 2011. Reglurnar taka ekki gildi fyrr en við birtingu í Stjórnartíðindum, en gert er ráð fyrir birtingu þeirra í lok vikunnar.

Lesa meira

28.6.2011 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um undanþágu frá starfrækslu innri endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum, nr. 2/2011. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 4/2003 varðandi undanþágu frá starfrækslu endurskoðunardeildar hjá fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

24.6.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Sparisjóðsins í Keflavík, kt. 610269-3389, sem sparisjóðs, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Afturköllun starfsleyfis Sparisjóðsins í Keflavík miðast við 22. júní 2011. Lesa meira

22.6.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Chartis Insurance Ireland Limited til Chartis Insurance UK Limited. Lesa meira

22.6.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá International Insurance Company of Hannover Limited til Brampton Insurance Company Limited Lesa meira

22.6.2011 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 6/2011 um leiðbeinandi tilmæli um skipan og störf endurskoðunarnefnda eftirlitsskyldra aðila

Með lögum nr. 80/2008 um breytingu á lögum um ársreikninga nr. 3/2006 var ákveðnum þáttum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/EB frá 17. maí 2006 um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikning, komið í framkvæmd hér á landi. Meðal þess sem í breytingarlögunum fólst var að við allar einingar tengdar almannahagsmunum, sbr. skilgreiningu í 7. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um endurskoðendur nr. 79/2008, skyldi starfa endurskoðunarnefnd.

Lesa meira

15.6.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Friends Life Company Limited til AXA Wealth Limited Lesa meira

15.6.2011 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 20 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna í árslok 2010. Þessum sjóðum fækkaði um fjóra frá síðasta uppgjöri. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða hefur batnað frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu neikvæð um 6,3% eða sem nemur 145 ma.kr. halla. Aðeins tveir sjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu.

Lesa meira

14.6.2011 : Samruni Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. við Landsbankann hf.

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. við Landsbankann hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Landsbankans hf. Lesa meira

6.6.2011 : Nýr formaður og varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins

Aðalsteinn Leifsson, lektor, hefur tekið við sem nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dósent, hefur tekið við sem varaformaður. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, situr áfram í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

24.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá AXA Wealth Limited til Winterthur Life UK Limited og frá Winterthur Life UK Limited til AXA Wealth Limited. Lesa meira

23.5.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: 1. Frá National Westminster Life Assurance Limited og Royal Scottish Assurance Plc. til Aviva Life & Pensions UK Limited. Lesa meira

20.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða, umræðuskjal nr. 5/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmælin sem Fjármálaeftirlitið gefur út um framangreint efni og er þeim ætlað að ná til áhættustýringar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Lesa meira

19.5.2011 : MP banki hæfur til að fara með virkan eignarhlut

Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu þann 6. maí sl. að MP banki hf., kt. 540502-2930, Ármúla 13a, 108 Reykjavík (áður nb.is - sparisjóður hf,) sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut, allt að 100% eignarhlut, í Júpíter rekstrarfélagi hf., 520506-1010, og allt að 50% eignarhlut í GAM Management hf., kt. 530608-0690, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

6.5.2011 : Viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu frá ársbyrjun 2009 orðin 167

Fjármálaeftirlitið hefur vísað 65 málum til embættis sérstaks saksóknara frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur fjórtán málum verið vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sex til Ríkissaksóknara. Lesa meira

6.5.2011 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu hjá lífeyrissjóðum, umræðuskjal nr. 3/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmæli sem Fjármálaeftirlitið gefur út um ofangreint efni og er þeim ætlað að ná til samtryggingadeilda lífeyrissjóða en geta að flestu leyti einnig náð til séreignasjóða.

Lesa meira
Síða 43 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica