Fréttir


Fréttir: 2010 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

12.3.2010 : Undirbúningur vátryggingafélaga fyrir gildistöku Solvency II tilskipunarinnar

Evrópusambandið hefur gefið út nýja tilskipun um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga, nr. 2009/138/EB. Meginmarkmið hinnar nýju tilskipunar er að innleiða nýjar áhættumiðaðar gjaldþolsreglur fyrir vátryggingafélög og gengur tilskipunin í daglegu tali undir heitinu Solvency II. Innleiða þarf tilskipunina í íslenska löggjöf eigi síðar en 1. janúar 2013. Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) vinnur nú tillögur að nánari útfærslum tilskipunarákvæða sem fyrirhugað er að liggi fyrir í árslok 2011. Lesa meira

12.3.2010 : Hversu mikið var fall íslensku bankanna á heimsmælikvarða?

Jared Bibler, rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins, skrifaði nýlega grein sem birtist í Morgunblaðinu. Þar setur hann umfang falls íslenska bankakerfisins í alþjóðlegt samhengi.

Lesa meira

8.3.2010 : Athugasemd við fréttaskýringu Morgunblaðsins

Í tilefni af fréttaskýringu í Morgunblaðinu 7. mars síðastliðinn vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri. Í umfjöllun blaðsins er ruglað saman lögbundnum reglum um stórar áhættuskuldbindingar fjárhagslega tengdra aðila og leiðbeinandi tilmælum um upplýsingagjöf um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila. Þá kannast Fjármálaeftirlitið ekki við að fulltrúar þess hafi farið á fund i höfuðstöðvum Baugs eða að leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins hafi verið breytt eftir slíkan fund.

Lesa meira

8.3.2010 : Tilkynning um afturköllun innheimtuleyfis

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 12. febrúar 2010 innheimtuleyfi Veitu innheimtuþjónustu ehf., kt. 580501-2490, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með vísan til breytinga á eignarhaldi félagsins og sökum þess að innheimtustarfsemi félagsins hefur verið lögð niður. Lesa meira

5.3.2010 : Upplýsingaskiptasamningar við Bresku Jómfrúareyjar og Alberta-fylki

Fjármálaeftirlitið hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada. Lesa meira

4.3.2010 : Fjármálaeftirlitið hefur staðfest Sameiginlegar reglur fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja

Fjármálaeftirlitinu var falið að staðfesta reglur eftirlitsskyldra aðila um skuldbreytingar og breytingar á skilmálum skuldabréfa og lánssamninga sem kunna að leiða til eftirgjafar skulda eða annarra ívilnana fyrir fyrirtæki. Var það gert með lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Lesa meira

3.3.2010 : Fjármálaeftirlitið skipar VBS fjárfestingarbanka hf. bráðabirgðastjórn

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Lesa meira

1.3.2010 : Lilja Ólafsdóttir formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins

Lilja Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður hefur verið skipuð formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins af efnahags- og viðskiptaráðherra í stað Dr. Gunnars Haraldssonar hagfræðings sem hefur hafið störf hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París. Lesa meira

22.2.2010 : Fjármálaeftirlitið athugar iðgjöld og viðskiptahætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið (FME) athugaði iðgjöld og viðskiptahætti vátryggingafélaga á síðari hluta ársins 2009. Við athugunina var lögð megináhersla á starfsemi félaganna í ökutækjatryggingum en einnig var horft til annarra vátryggingagreina. Athugunin fór fram á vettvangi hjá vátryggingafélögunum þar sem fundað var með forsvarsmönnum þeirra, auk þess sem fulltrúar FME fengu aðgang að upplýsingakerfum félaganna til að skoða og meta þróun í iðgjöldum.

Lesa meira

22.2.2010 : Til áréttingar varðandi starfshætti vátryggingamiðlara

Fjármálaeftirlitinu hafa borist nokkrar kvartanir vegna starfshátta vátryggingamiðlana sem starfa á grundvelli b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um miðlun nr. 32/2005. Kvartanirnar snúast flestar um að tilteknar vátryggingamiðlanir kynni sig sem óháða vátryggingamiðlun án þess að upplýsa um nöfn þeirra vátryggingafélaga sem miðlað er fyrir og jafnvel er gefið í skyn að miðlað sé fyrir öll innlend skaðavátryggingafélög. Lesa meira

17.2.2010 : Breytt framkvæmd við mat á hæfi stjórnarmanna

Fjármálaeftirlitið hefur sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna, sem skipuð er sérfróðum aðilum en þeir eru: Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjartsson, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu.

Lesa meira

3.2.2010 : CESR birtir yfirlit um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli fjárfesta á því að CESR (Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði) hefur birt yfirlit á heimasíðu sinni um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða Lesa meira

27.1.2010 : Afskipti Fjármálaeftirlitsins af Sjóvá Almennum tryggingum hf.

Fjárfestingar Sjóvár Almennra trygginga hf. og lánveitingar hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Vegna rannsóknarhagsmuna og þagnarskyldu getur Fjármálaeftirlitið ekki tekið afstöðu til hennar en vill þó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Lesa meira

26.1.2010 : Greinasyrpa í Fréttablaðinu

Fréttablaðið hefur að undanförnu birt greinasyrpu eftir starfsmenn á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Höfundarnir eru Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri verðbréfasviðsins, Jared Bibler, rannsakandi og Ómar Þór Ómarsson sérfræðingur.

Lesa meira

25.1.2010 : Breyting á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á reglum nr. 1065/2009, um breytingu á reglum nr. 97/2004, um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Lesa meira

25.1.2010 : Deloitte birtir könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar

Deloitte hefur birt til umsagnar könnun á áhrifum Solvency II tilskipunarinnar nr. 2009/138/EB. Hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að senda athugasemdir til og með 19. febrúar nk. Lesa meira

22.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í NBI hf. fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Landsbanka Íslands hf. og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 15. desember síðastliðinn, m.a. þess efnis að Landsbanki Íslands hf. gæti eignast 18,7% hlut í NBI hf. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

11.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. (Arion) fyrir hönd Kaupþings banka hf (Kaupþing). Leyfið er veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 3. september síðastliðinn, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastliðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Lesa meira

7.1.2010 : CEBS gefur út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP)

CEBS gaf hinn 6. janúar sl. út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP). Lesa meira
Síða 4 af 4






Þetta vefsvæði byggir á Eplica