Fréttir


Fréttir (Síða 37)

Fyrirsagnalisti

11.9.2012 : Áhættulausnir ehf. fá starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Með vísan til laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 6. september 2012, Áhættulausnum ehf., kt. 650612-2130, Laugavegi 170, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Starfsleyfi Áhættulausna ehf. tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4. tl. 21. gr. sömu laga. Lesa meira

7.9.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumi fjárfestingabanka hf. auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi fjárfestingabanka hf. þann 20. ágúst sl. auknar starfsheimildir sem lánafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Straumur fékk upphaflega starfsleyfi þann 31. ágúst 2011 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Straums var endurútgefið þann 20. ágúst sl. með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu samkvæmt c-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.  laga um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

31.8.2012 : Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2008 - 2010

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2008 - 2010. Félög þessi hafa höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli IX. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð þeirra á markaði í einstökum greinum. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.

Lesa meira

29.8.2012 : Mögulegar truflanir á sambandi við skýrsluskilakerfi

Vegna viðhalds má búast við smávægilegum truflunum á sambandi við skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins síðar í dag, 29. ágúst á milli kl. 17 og 19. Þessar truflanir gætu haft það í för með sér að ekki verði hægt að skila inn skýrslum til Fjármálaeftirlitsins í gegnum vefinn.

Lesa meira

29.8.2012 : Persónuvernd segir Fjármálaeftirlitinu heimilt að afla nauðsynlegra persónuupplýsinga og varðveita þær

Fjármálaeftirlitið hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja og því eyðublaði sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum.  

Lesa meira

27.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1.     Friends Life Assurance Society Limited til Friends Life Limited

2.     F&C Managed Pension Funds Limited til Friends Life Limited

3.     Friends Life Company Limited til Friends Life Limited Lesa meira

23.8.2012 : Rof í þjónustu skýrsluskilakerfis

Af óviðráðanlegum ástæðum verður rof á þjónustu skýrsluskilakerfis Fjármálaeftirlitsins í dag, 23.ágúst frá kl.17 og fram eftir kvöldi. Á meðan á þessu rofi stendur verður ekki hægt að skila inn skýrslum til Fjármálaeftirlitsins í gegnum vefinn.

Fjármálaeftirlitið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

21.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Sompo Japan Insurance Company of Europe Limited til Berkshire Hathaway International Insurance Limited

Lesa meira

21.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá Handelsbanken Life & Pensions Limited til Handelsbanken Liv Föndforsäkringsaktiebolag. Lesa meira

20.8.2012 : Fjármálaeftirlitið auglýsir starf yfirlögfræðings laust til umsóknar

Fjármálaeftirlitið hefur auglýst starf yfirlögfræðings laust til umsóknar.

Lesa meira

16.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 16. ágúst 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

-Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá Zurich Specialties London Limited til Swiss Re International SE. Lesa meira

15.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 15. ágúst 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá Halifax Assurance Ireland Limited til St Andrews Life Assurance plc.

2. Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá Halifax Insurance Ireland Limited til St Andrews Insurance plc.

Lesa meira

13.8.2012 : Athugasemd Fjármálaeftirlitsins í tilefni umfjöllunar um björgun Sjóvár

Í fréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar á laugardag og sunnudag þar sem fjallað var um tap íslenska ríkisins af björgun Sjóvár árið 2009 var annars vegar sagt  að Fjármálaeftirlitið hafi gert kröfu um að Sjóvá yrði bjargað (Stöð 2 11. 8.)  og hins vegar að Fjármálaeftirlitið hafi lagt á það ríka áherslu (Bylgjan 12.8.). Hvorugt er rétt. Lesa meira

8.8.2012 : Breytingar í stjórn Fjármálaeftirlitsins

Þær breytingar hafa orðið í stjórn Fjármálaeftirlitsins að Valgerður Rún Benediktsdóttir, skrifstofustjóri, hefur tekið sæti í stjórn stofnunarinnar í stað Ingibjargar Þorsteinsdóttur sem hefur fengið tímabundið leyfi frá setu í stjórninni. Valgerður Rún er skipuð tímabundið frá 1. júlí til 1. nóvember 2012. Þá hefur Margrét Einarsdóttir, lektor, verið skipuð varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins í stað Sigurðar Þórðarsonar. Skipun Margrétar gildir frá 1. júlí 2012 til 30. desember 2014. Lesa meira

12.7.2012 : Aðilar sem stunda vörslusviptingar þurfa nú að sækja um innheimtuleyfi

Alþingi samþykkti hinn 18. júní síðastliðinn lög nr. 78/2012 um breytingu á innheimtulögum þar sem vörslusviptingum var bætt við skilgreiningu laganna á innheimtu og aðilum sem stunda vörslusviptingar bætt við skilgreiningu laganna á innheimtuaðilum. Við gildistöku laganna varð þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins en samkvæmt innheimtulögum er fruminnheimta innheimtuviðvörun og milliinnheimta þær innheimtuaðgerðir sem hefjast eftir að skuldari hefur fengið innheimtuviðvörun og áður en löginnheimta hefst. Lesa meira

6.7.2012 : Reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða nr. 577/2012

Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða. Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 12. júní sl. voru samnefndar reglur samþykktar og hafa þær nú verið birtar í vefútgáfu stjórnartíðinda sem reglur nr. 577/2012.

Lesa meira

5.7.2012 : Unnur Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

3.7.2012 : Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2011

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á sviði greininga Fjármálaeftirlitsins fóru yfir stöðu lífeyrissjóðanna 2011. Fjallað var almennt um lífeyrismarkaðinn 2011 og farið sérstaklega yfir stöðu fimm stærstu lífeyrissjóðanna. Enn fremur var rætt um tryggingafræðilega stöðu íslenskra lífeyrissjóða og stöðu þeirra í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

2.7.2012 : Samruni Arion banka hf. við Verdis hf.

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, veitti Fjármálaeftirlitið þann 29. júní sl. samþykki fyrir samruna Arion banka hf., kt. 581008-0150 við Verdis hf., kt. 470502-4520. Samruninn var samþykktur af stjórn Arion banka hf. þann 20. júní 2012 og af stjórn Verdis hf. þann 29. júní 2012. Samruninn tekur gildi frá og með 29. júní 2012. Réttindum og skyldum Verdis hf. telst reikningslega lokið þann 1. janúar 2012 en frá þeim degi tekur Arion banki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Verdis hf. Lesa meira
Síða 37 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica