Fréttir


Fréttir (Síða 38)

Fyrirsagnalisti

29.6.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar, sbr. umræðuskjal nr. 4/2012.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2012 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar.  Tilmælin eru byggð á grunni tilmæla nr. 4/2011 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og stefnt er að því að samræmdar kröfur séu gerðar til allra vörsluaðila séreignasparnaðar varðandi heildar áhættustýringu (eftirlitskerfi) þeirra.  Jafnframt eru tilmælin viðbót við leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga og leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2002 um innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum

Lesa meira

28.6.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um viðbótareiginfjárliði, sbr. umræðuskjal nr. 5/2012.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2012 varðandi drög að reglum um viðbótareiginfjárliði. Reglurnar verða settar á grundvelli 10. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Lesa meira

27.6.2012 : Tilkynning um niðurfellingu starfsleyfis EA fjárfestingarfélags ehf.

EA fjárfestingarfélag ehf., kt. 540599-2469, hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem viðskiptabanki. Þá var félagið tekið til slitameðferðar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 1. júní sl. Með vísan til framangreinds hefur Fjármálaeftirlitið fallist á afsal starfsleyfis félagsins og miðast niðurfelling starfsleyfis þess við 20. júní 2012.  Lesa meira

26.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 26. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Frá Chartis Europe SA til Chartis Europe Limited.

Lesa meira

26.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns - 26. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Coface Kreditversicherung Aktiengesellschaft sameinast  Compagnie Francaise d´Assurance pour le Commerce Exterieur, societe anonym (Coface S.A.) Lesa meira

21.6.2012 : Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms í máli Saga Capital gegn Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur felldi hinn 14. júní síðastliðinn dóm í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið hafði afturkallað starfsleyfi Saga Capital en í kjölfarið var Saga Capital tekið til slita með úrskurði héraðsdóms. Saga Capital kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar en niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta hinn kærða úrskurð með vísan til þeirrar meginreglu að málskot til dómstóla fresti ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar. Lesa meira

19.6.2012 : Annað eintak Fjármála komið út

Annað eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út með fjölbreyttu efni. Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fjallar í inngangi um til hvers Fjármálaeftirlitið horfir við ákvarðanir og Sigurður Freyr Jónatansson, tryggingastærðfræðingur fjallar því næst um afkomu vátryggingafélaga á árinu 2011. Þá fjallar Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur á sviði greininga um aðskilnað viðskiptabanka frá annarri fjármálastarfsemi. Að lokum skrifar Evgenía K. Mikaelsdóttir, sérfræðingur á sviði greininga, um eftirlitsferli Fjármáleftirlitsins í tengslum við mat á eiginfjárkröfu fjármálafyrirtækja – Stoð 2 í Basel reglum.

Lesa meira

8.6.2012 : Staða samstarfs fjármálafyrirtækja og fulltrúa lánþega um úrvinnslu gengistryggðra lána

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila, þ. á m. fjármálafyrirtækja, sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Hins vegar hefur Fjármálaeftirlitið ekki úrskurðarvald í ágreiningsmálum eða heimild til að skera úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti. Lesa meira

7.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 7. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Frá London Life Limited to Pearl Assurance Limited. Lesa meira

5.6.2012 : Túlkun varðandi aðild fjármálafyrirtækja í slitaferli að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið gaf nýlega út túlkun á 2. málsgrein 19 greinar laga númer 161/2002 varðandi aðild að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Beinist túlkunin að fjármálafyrirtækjum í slitaferli. Lesa meira

4.6.2012 : Valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf.

Þann 22. maí 2012 kynnti William Demant Invest A/S áform um að gera valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf. Þrátt fyrir gildandi samning á milli Fjármálaeftirlitsins og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) um að síðarnefndi aðilinn taki tilboðsyfirlit til skoðunar hafa Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin gert með sér samkomulag um að í þessu tilviki taki Fjármálaeftirlitið við tilboðsyfirlitinu til mögulegrar staðfestingar.

Lesa meira

1.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

 

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá The United Kingdom(“UK“) branch of American Life Assurance Company til MetLife Europe Limited, MetLife Limited og MetLife Assurance Limited

Lesa meira

1.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá American Life Insurance Company til ReAssure Limited. Lesa meira

1.6.2012 : Allra ráðgjöf fær starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Allra ráðgjöf ehf., kt. 430510-0610, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Starfsleyfi Allra ráðgjafar tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4., 7. og 15. tl. 21. gr. sömu laga.

Lesa meira

23.5.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 14. maí 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Rekstrarfélags Byrs hf., kt. 640300-2560, til Íslandssjóða, kt. 690694-2719, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur Verðbréfasjóðs Byrs og Fjárfestingarsjóðs Byrs. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. maí nk.

Lesa meira

18.5.2012 : Hæstiréttur dæmir í máli EA fjárfestingarfélags gegn Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur staðfesti hinn 16. maí sl. þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um 15 milljón króna stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag, áður MP banka hf., vegna brots félagsins gegn ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum. Lesa meira

16.5.2012 : Breytingar á reglum um mat á tjónaskuld vátryggingafélaga

Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 getur Fjármálaeftirlitið (FME) sett reglur um mat á vátryggingaskuldinni og hvaða gögn skuli fylgja auk ársreiknings. Reglur FME nr. 903/2004 frá 3. nóvember 2004 kveða á um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi.

Lesa meira

16.5.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur heimilað yfirfærslu á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans hf. samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur heimilað kaup Landsbankans hf. á öllum rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu einstakra rekstrarhluta fjármálafyrirtækis til annars fyrirtækis. Lesa meira

15.5.2012 : Mánaðarlegar greiðslur óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum geta hækkað hratt

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur þá til varkárni í skuldsetningu.  Útskýringar og dæmi er að finna í eftirfarandi samantekt.

Lesa meira

15.5.2012 : Kortaþjónustan fær starfsleyfi sem greiðslustofnun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kortaþjónustunni hf. kt. 430602-3650, Skipholti 50b, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu. Lesa meira
Síða 38 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica