Fréttir


Fréttir (Síða 39)

Fyrirsagnalisti

10.5.2012 : Viðskiptabankarnir – staða og horfur

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag undir yfirskriftinni Viðskiptabankarnir staða og horfur. Á fundinum var meðal annars farið yfir rekstur viðskiptabankanna á síðasta ári, fjallað um tímabundna starfsemi bankanna og lagalega óvissu um endurreikning ólögmætra gengislána. Enn fremur var horft til framtíðar varðandi rekstur bankanna.

Lesa meira

4.5.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Negotium hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og hefur lagt mat á hæfi Gunnars Gunnarssonar til að fara með virkan eignarhlut í félaginu

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Negotium hf. kt. 480709-0880, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

30.4.2012 : Afturköllun staðfestingar verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 27. apríl 2012, afturkallað staðfestingu verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Stefni hf., kt. 700996-2479, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Lesa meira

27.4.2012 : Auglýst eftir forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Fjármáleftirlitsins. Auglýsinguna má sjá hér.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE Europe Life Limited.
2. Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE European Group Limited.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga:

1. Coface Austria Kreditversicherung AG sameinast Coface Austria Holding AG.

2. Coface Austria Holding AG sameinast Coface SA France.

Lesa meira

20.4.2012 : Ráðningarferli fyrir starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur mótað ráðningarferli fyrir nýjan forstjóra Fjármálaeftirlitsins og skipað þriggja manna óháða matsnefnd sem fær það hlutverk að stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Matsnefndina skipa dr. Ásta Bjarnadóttir (formaður), dr. Gylfi Magnússon og Regína Ásvaldsdóttir. Lesa meira

16.4.2012 : Reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga

Samkvæmt 1. mgr. 55. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga.

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 7. mars sl. voru reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga samþykktar. Reglurnar hafa tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 27. mars 2012 og hafa hlotið númerið 299/2012.

Lesa meira

13.4.2012 : Minnisblað Fjármálaeftirlitsins vegna dóms Hæstaréttar

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman minnisblað vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári. Þar eru dregnar saman niðurstöður stofnunarinnar um hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði gengislána í útlánasöfnum lánastofnana. Voru lánastofnanirnar beðnar um að meta áhrif dómsins út frá fjórum sviðsmyndum þar sem sviðsmynd eitt gekk hvað lengst í túlkun dómsins til hins verra fyrir lánastofnanir og sviðsmynd fjögur skemmst.

Lesa meira

3.4.2012 : Samruni Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. mars 2012 samruna Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Kreditkorts hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Íslandsbanka hf. Lesa meira

27.3.2012 : Samruni Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 19. mars 2012 samruna Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. MP banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Alfa verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni MP banka hf.

Lesa meira

23.3.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 22. mars 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Landsvaka hf., kt. 700594-2549, til Landsbréfa hf., kt. 691208-0520, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur tíu verðbréfasjóða, þriggja fjárfestingarsjóða og átta fagfjárfestasjóða. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. mars nk. Lesa meira

21.3.2012 : Fjármál – nýtt vefrit Fjármálaeftirlitsins kemur út

Fjármálaeftirlitið hefur hafið útgáfu á vefriti sem hlotið hefur nafnið Fjármál. Í þessu fyrsta eintaki Fjármála er að finna ávarp Unnar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra, og þrjár greinar. Þar er fjallað um rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á aðdraganda bankahrunsins, gengistryggða láns- og eignarleigusamninga lánastofnana og úttekt á áhættustýringu og stjórnarháttum stóru viðskiptabankanna þriggja.

Lesa meira

16.3.2012 : Upplýsingar breyta ekki fyrra mati

Þegar dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni, lá fyrir taldi Fjármálaeftirlitið að niðurstaða hans myndi ekki ógna fjármálastöðugleika. Lesa meira

9.3.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 og nr. 232/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum, sem birtar voru í Stjórnartíðindum hinn 6. mars sl. Reglurnar má nálgast hér. Lesa meira

9.3.2012 : Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 5. mars 2012 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Málið höfðaði Saga Capital til að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um að afturkalla starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki, ógilda með dómi. Niðurstaða dómsins var að sýkna Fjármálaeftirlitið af kröfum Saga Capital og stendur því ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um afturköllun á starfsleyfi félagsins. Lesa meira
Unnur-Gunnarsdottir,-starfandi-Forstjori-Fjarmalaeftirlitsins

5.3.2012 : Við höldum ótrauð okkar striki

Atburðarásin í Fjármálaeftirlitinu að undanförnu, með tilheyrandi umræðu, er mér tilefni eftirfarandi hugleiðingar, ekki síst ýmsar fullyrðingar á opinberum vettvangi um gang mála og afleiðingar þeirra sem eru misvísandi eða í versta falli hrein fjarstæða.

Lesa meira

1.3.2012 : Vegna dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011

Með vísan til þeirrar réttaróvissu sem upp er komin varðandi endurreikning á gengistryggðum láns- og eignarleigusamningum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. febrúar sl. í máli nr. 600/2011, hefur Fjármálaeftirlitið beint neðangreindu til lánastofnana, lánastofnana sem stýrt er af slitastjórn og dótturfélaga lánastofnana í slitameðferð (eftirleiðis lánastofnanir).

Lesa meira

1.3.2012 : Yfirlýsing stjórnar Fjármálaeftirlitsins 1. mars 2012

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur í dag kynnt Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, þá ákvörðun sína að segja upp ráðningarsamningi hans. Þetta er gert að vandlega athuguðu máli og eftir að stjórnin hefur kannað ítarlega gögn og rök í málinu. Lesa meira

24.2.2012 : Umræðuskjal um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2012 um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Nýjum reglum er ætlað að koma í stað reglugerðar viðskiptaráðherra nr. 954/2001 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, í samræmi við heimild í 6. mgr. 31. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Markmiðið er að samræma viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í vátryggingasamstæðu við reglur FME nr. 920/2008 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Munu þá sömu reglur gilda um viðbótareftirlit, hvort sem vátryggingafélag er hluti af vátryggingasamstæðu eða fjármálasamsteypu.

Lesa meira
Síða 39 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica