Fréttir


Fréttir (Síða 30)

Fyrirsagnalisti

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. þar sem Íbúðalánasjóður hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Beðið er eftir tilkynningu frá útgefanda.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. í ljósi eignasamsetningar sjóðsins í dagslok 5. maí 2014 og stöðvunar viðskipta með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Lesa meira

5.5.2014 : European Risk Insurance Company hf.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC) þann 12. febrúar 2014 og skipaði í kjölfarið skilastjórn yfir félaginu. Skilastjórnin hefur unnið í samvinnu við breska tryggingainnistæðusjóðinn (Financial Services Compensation Scheme, FSCS) en félagið hefur greitt í sjóðinn vegna starfsemi sinnar í Bretlandi. FSCS mun á næstunni hefja útgreiðslu þeirra tjóna sem heimildir þeirra ná til.

Lesa meira

29.4.2014 : EBA gefur út aðferðafræði og sviðsmynd vegna álagsprófa banka 2014

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er aðferðafræði og sviðsmynd í tengslum við álagspróf banka í löndum Evrópusambandsins árið 2014. Álagsprófið verður framkvæmt í framhaldi af viðamikilli útlánaskoðun (e. Asset Quality Review) sem nú er unnið að á vegum Evrópska seðlabankans í samstarfi við EBA.

Lesa meira

25.4.2014 : Ný gagnsæisstefna samþykkt

Þann 16. apríl sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýja stefnu um framkvæmd opinberrar birtingar á niðurstöðum í málum og athugunum, skv. 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Stefnan gengur undir nafninu Gagnsæisstefna Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

11.4.2014 : Nýjar reglur um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

Stjórnartíðindi birtu í upphafi þessa mánaðar reglur nr. 322/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja og reglur nr. 323/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana. Reglur þessar má finna undir lög og tilmæli á vef Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

8.4.2014 : Túlkun um viðurkenningu markaða

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkun um viðurkenningu markaða. Túlkunin fjallar um hvaða markaði Fjármálaeftirlitið viðurkennir og hvaða markaðir teljast viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan skv. lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Lesa meira

1.4.2014 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 7/2014. Umræðuskjalið inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli nr. 3/2011 um sama efni.

Lesa meira

27.3.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að eiginfjárreglum og reglum um verðbréfun

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 5/2014 og nr 6/2014. Fyrra umræðuskjalið, nr. 5/214, inniheldur drög að reglum um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar. Reglurnar verða settar með heimild í 1. mgr. 29. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

27.3.2014 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér til umsagnar umræðuskjal nr. 4/2014 sem er drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Tilmælin eru byggð á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar.

Lesa meira

21.3.2014 : Ný leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 19. mars 2014 var umræðuskjal nr. 3/2014 samþykkt og ákveðið að gefa það út sem leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila nr. 2/2014. Tilmælin taka gildi frá og með birtingu þeirra en á sama tíma falla leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2012 um sama efni úr gildi.

Lesa meira

19.3.2014 : Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies)

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé. Sýndarfé má lýsa sem tilbúnum stafrænum skiptimiðli (e. medium of exchange).

Lesa meira

18.3.2014 : Frétt fjarlægð af vef

Fjármálaeftirlitinu barst skömmu fyrir hádegi í gær, 17. mars, beiðni frá Ingólfi Guðmundssyni um að frétt á vef Fjármálaeftirlitsins frá 12. apríl 2011 sem bar yfirskriftina „Athugasemd við frétt Fréttablaðsins“ yrði fjarlægð af vef Fjármálaeftirlitsins. Ingólfur fór einnig fram á að Fjármálaeftirlitið birti afsökunarbeiðni vegna meiðandi umfjöllunar sem þar væri að finna. Lesa meira

10.3.2014 : Nýjar leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA)

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA) Lesa meira

6.3.2014 : Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um stórar áhættuskuldbindingar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar, sem settar eru á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Lesa meira

5.3.2014 : Alþjóðleg ráðstefna um lífeyrismál

Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða efndu ásamt Alþjóðasamtökum eftirlitsaðila lífeyrissjóða (IOPS) og Alþjóðasamtökum eftirlitsaðila vátryggingafélaga (IAIS) efndu til ráðstefnu þann 28. febrúar síðastliðinn undir yfirskriftinni  Regulatory and Supervisory Challenges for the Icelandic Pension Industry. Ráðstefnan fór fram í Súlnasal Radisson BLU Hótels Sögu. Dagskráin og kynningar eru hér fyrir neðan.

Lesa meira

25.2.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í þessu fyrsta blaði ársins eru þrjár greinar. Arnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur á greiningarsviði, skrifar greinina: Breytingar á eiginfjárreglum með samevrópsku regluverki – eiginfjáraukar og Páll Friðriksson, forstöðumaður verðbréfamarkaðseftirlits skrifar um þær breytingar sem eru framundan á verðbréfamarkaði. Enn fremur skrifar Stella Thors, sérfræðingur á upplýsingatæknisviði greinina: Eru tölvuský hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki á fjármálamarkaði?

Lesa meira

20.2.2014 : Umræðuskjöl um drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 1/2014 og nr. 2/2014. Umræðuskjölin innihalda annars vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og hins vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja.
Lesa meira

18.2.2014 : Nýjar reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar reglur nr. 165/2014 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Leysa þær af hólmi gildandi reglur um sama efni.  Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með því að fjármálasamsteypur fari að ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi. Lesa meira
Síða 30 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica