Fréttir


Fréttir (Síða 29)

Fyrirsagnalisti

26.6.2014 : Opið fyrir móttöku XBRL gagna í prófunarumhverfi

Fjármálaeftirlitið getur nú tekið við sannprófuðum XBRL gögnum í prófunarumhverfi. Öll skil fara í gegnum vefþjónustu skýrsluskilakerfis FME. Nánari upplýsingar um skil á XBRL gögnum er að finna á þjónustugátt FME og eru skilaaðilar hvattir til að skoða síðuna. Vakin er athygli á útfærslu á auðkennum skilaaðila sem útskýrð er á síðunni.

Lesa meira

25.6.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Orkuveitu Reykjavíkur innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Orkuveitu Reykjavíkur þann 24. júní 2014 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Lesa meira

24.6.2014 : Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2013

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit sitt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2013. Lífeyriskerfið er öflugt og heldur áfram að stækka í efnahagslegu tilliti. Á liðnu ári voru starfandi 27 lífeyrissjóðir í 80 deildum samtryggingar og séreignar. Aðrir vörsluaðilar séreignasparnaðar voru sjö talsins.  Tryggingafræðileg staða sjóðanna hefur farið batnandi og er staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda nærri komin í jafnvægi. Tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er enn áhyggjuefni. Vegna vaxandi mikilvægis lífeyrissjóða við öflun lífeyristekna mun þurfa að bregðast við þeirri stöðu  eins og gert hefur verið  í mörgum af okkar nágrannalöndum. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Lesa meira

18.6.2014 : Nýjar reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál nr. 565/2014

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Seðlabanki Íslands hefur birt nýjar reglur nr. 565/2014 um gjaldeyrismál sem taka gildi þann 19. júní 2014.

Lesa meira

16.6.2014 : EIOPA gefur út drög að leiðbeinandi tilmælum vegna Solvency II til umsagnar

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 2. júní sl. drög að leiðbeinandi tilmælum vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB). EIOPA var komið á fót með reglugerð ESB nr. 1094/2010/EB og skv. 16. gr. þeirrar reglugerðar hefur EIOPA heimild til að setja leiðbeinandi tilmæli til að auka samræmingu í regluverki og eftirliti innan ESB. Tilmælin útskýra betur eftirlitsframkvæmd og kröfur í Solvency II og því telur Fjármálaeftirlitið það til hagsbóta fyrir alla aðila á markaðnum að farið sé að þeim.

Lesa meira

13.6.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út endurskoðuð leiðbeinandi tilmæli nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Lesa meira

12.6.2014 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikninga og upplýsingar um afkomu vátryggingagreina hjá íslenskum vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur birt ársreikninga  og upplýsingar um afkomu vátryggingagreina  hjá íslenskum vátryggingafélögum fyrir reikningsárið 2013 með samræmdri uppsetningu. Birtir eru rekstrar- og efnahagsreikningar, ásamt sjóðsstreymi. Í þeim tilvikum sem vátryggingafélag er hluti af samstæðu eru birtir móðurfélagsreikningar.

Lesa meira
Leiðrétt mynd 1 í kafla 2.5 um vátryggingamarkað í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins

12.6.2014 : Leiðrétting á ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins

Vegna villu í innsendum gögnum gefur Mynd 1 í kafla 2.5 um vátryggingamarkað (bls. 32) í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins ekki rétta mynd af eignasamsetningu vátryggingafélaga í lok árs 2013. Lesa meira

11.6.2014 : Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir.

Fjármálaeftirlitið veitti Öldu sjóðum hf. þann 14. desember 2012 starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

28.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2014 kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn. Aðrir ræðumenn voru Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

28.5.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2014  um aðskilnað starfssviða.

Lesa meira

27.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 28. maí klukkan 16:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Lesa meira

23.5.2014 : Tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Hluti tilmælanna er byggður á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar. Lesa meira

22.5.2014 : Umræðuskjöl ESMA vegna innleiðingar MiFID II og MiFIR

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að ESMA (Verðbréfamarkaðseftirlit Evrópu) hefur birt á heimasíðu sinni umræðuskjöl sem lúta að útfærslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR. Hægt er að koma ábendingum á framfæri við ESMA til 1. ágúst nk. Lesa meira

16.5.2014 : Fræðslufundur fyrir regluverði útgefenda á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið hélt fræðslufund fyrir regluverði útgefenda hinn 14. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Á dagskrá fundarins voru breytingar sem framundan eru á löggjöf sem varðar verðbréfamarkaðinn, meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir, Inga Dröfn Benediktsdóttir og Páll Friðriksson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviðs. Lesa meira

15.5.2014 : Breyttar skiladagsetningar á skýrslum vegna CRD IV

Fjármálaeftirlitið hefur, á grundvelli tillagna SFF, ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun innleiðingar tæknistaðals um gagnaskil sem fylgja mun CRD IV löggjöfinni. Sem kunnugt er ráðgerir Fjármálaeftirlitið að skil á eiginfjárskýrslum (COREP) hefjist í prófunarumhverfi þann 30. september 2014 nk. Sú dagsetning hefur ætíð verið viðmiðunardagsetning fyrir prófunarumhverfi, en viðmiðunardagsetningin fyrir skil í raunumhverfi er 31. mars 2015. Til að gefa fjármálafyrirtækjum aukinn tíma til að koma gagnaskilum á XBRL form hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að fresta nokkrum skiladagsetningum í upphaflegu áætluninni um upptöku tæknistaðalsins. Lesa meira

9.5.2014 : Uppfærsla á Skýrsluskilakerfi FME

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að uppfærslu á Skýrsluskilakerfi FME og tekur útgáfa 2.0 af Skýrsluskilakerfinu við af eldri útgáfu kerfisins föstudaginn 9. maí nk..

Lesa meira

7.5.2014 : Drög að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 9/2014 með drögum að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt. Lesa meira

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf. þar sem útgefandinn hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira
Síða 29 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica