Fréttir


Fréttir (Síða 28)

Fyrirsagnalisti

3.10.2014 : Sigþór Hákonarson

Sigþór Hákonarson, sem hafði starfsleyfi vátryggingamiðlara , sbr. ákvæði laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga,  hefur skilað inn starfsleyfi sínu, skv. 36. gr. fyrrgreindra laga. Í samræmi við tilkynningu um að hann hafi hætt starfsemi, sem vátryggingamiðlari, hefur Fjármálaeftirlitið fellt Sigþór Hákonarson út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning þess efnis birt í Lögbirtingablaðinu.

Lesa meira

1.10.2014 : Fjármálaeftirlitið vekur athygli á löggjöf um birtingu opinberrar fjárfestingarráðgjafar

Að gefnu tilefni vekur Fjármálaeftirlitið athygli á gildandi löggjöf um opinbera fjárfestingarráðgjöf. Í 12. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) er að finna skilgreiningu á opinberri fjárfestingarráðgjöf:

Lesa meira

26.9.2014 : Tilmæli til eftirlitsskyldra aðila vegna sýndarfjár

Fjármálaeftirlitið sendi eftirlitsskyldum aðilum tilmæli í lok ágúst síðastliðins. Þar var vakin athygli á skýrslu evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um viðbrögð við sýndarfé (e. EBA Opinion on "virtual currencies") Lesa meira

23.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

22.9.2014 : Fjármálaeftirlitið hlýtur Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2014

Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar var veitt síðastliðinn föstudag í tengslum við evrópska samgönguviku og  hlaut Fjármálaeftirlitið viðurkenninguna í hópi lítilla vinnustaða. Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu í hópi stórra vinnustaða. Við sama tækifæri var Sesselja Traustadóttir heiðruð sérstaklega sem frumkvöðull en hún hefur verið mjög ötul við að hvetja borgarbúa til að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta. Lesa meira

11.9.2014 : Samráð vegna val- og heimildarákvæða CRD IV

Fjármálaeftirlitið hefur sent fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem vísað er til fyrri samskipta vegna innleiðingar á CRD IV löggjöfinni, tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, en löggjöfin mun koma Basel III staðlinum á fót með samræmdum hætti innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Lesa meira

10.9.2014 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2013

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2013 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

5.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

4.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

3.9.2014 : AGS gerir úttekt á fylgni Fjármáleftirlitsins við kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (BCP)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt á heimasíðu sinni niðurstöður úttektar sjóðsins, sem fram fór á fyrri hluta þessa árs, á fylgni (e. compliance) Fjármálaeftirlitsins við 29 kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (e. Basel Core Principle on Effective Banking Supervision). Niðurstaða AGS felur í sér að öllum lágmarksviðmiðum var mætt (e. compliant) varðandi sjö þeirra og níu voru uppfylltar að verulegu leyti (e. largely compliant). Þrettán voru ekki uppfylltar að verulegu leyti (e. materially non-compliant).

Lesa meira

3.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

28.8.2014 : Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar í skilningi a. – c. liðar í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, með síðari breytingum. Umrædd ákvæði komu inn í samningalögin 1995 með innleiðingu á tilskipun 93/13/EBE, um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum.

Lesa meira

11.8.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út  reglur nr. 712/2014 um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar og reglur nr. 713/2014 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum. Þá hafa enn fremur verið gefnar út reglur nr. 728/2014 um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt.

Lesa meira

7.8.2014 : Engir ágallar á málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun máls vegna ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 11. september 2013 um að sekta nokkra einstaklinga vegna brota gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Eftir að hafa kynnt sér gögn málsins og skýringar Fjármálaeftirlitsins taldi umboðsmaður Alþingis ekki ástæðu til að taka málið til frekari skoðunar og tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um lok þess með bréfi dagsettu þann 30. júní sl. Reifun á þeim atriðum sem umboðsmaður tók til skoðunar er að finna hér að neðan.

Lesa meira

28.7.2014 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumssjóðum starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumssjóðum hf. kt. 430713-0940, Borgartúni 25, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straumssjóða hf. tekur til 7.tl.  1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Straumssjóðir hafa heimild til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

15.7.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðið skrifa meðal annars Hörður Tulinius, sérfræðingur á vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviði, um skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfestasjóða og Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, skrifar um sjálfstæði eftirlitsstofnana. Lesa meira

8.7.2014 : EBA gefur út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum fyrir könnunar- og matsferli (e. SREP)

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um könnunar- og matsferli (e. SREP). Tilmælin munu verða nýtt við eftirlit á bankamarkaði innan Evrópusambandsins. Megintilgangur tilmælanna er að móta sameiginlegan skilning á mati á áhættuþáttum og stuðla að samkvæmni og gæðum í framkvæmd ferlisins. Tilmælin munu leysa af hólmi eldri tilmæli sem gefin voru út árið 2006 af CEBS. Fyrirhugað er að tilmælin taki gildi 1. janúar 2016. Fullmótuð munu þau hafa grundvallar áhrif á framkvæmd könnunar og matsferlis á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

7.7.2014 : Tæknistaðall CRD IV um gagnaskil birtur í evrópsku stjórnartíðindunum

Einn af viðamestu tæknistöðlunum sem fylgja CRD IV löggjöfinni hefur verið birtur í evrópsku stjórnartíðindunum sem framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 680/2014. Tæknistaðallinn er því formlega orðinn hluti af löggjöf Evrópusambandsins. Tæknistaðallinn mun hafa í för með sér að skýrslur sem notast er við í gagnaskilum hér á landi verða eftirleiðis á samskiptastaðlinum XBRL. Að auki mun Fjármálaeftirlitið þurfa að taka í notkun ýmsar nýjar skýrslur sem fylgja tæknistaðlinum, þ.m.t. varðandi stórar áhættuskuldbindingar og fjármögnunarhlutfall.

Lesa meira

2.7.2014 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. júní 2014 samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Norðurlands ses. tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Bolungarvíkur og verða sjóðirnir sameinaðir undir nafni Sparisjóðs Norðurlands ses.

Lesa meira

27.6.2014 : Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu rekstrarhluta

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 27. júní 2014 yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta MP banka hf., kt. 540502-2930 , til Lýsingar hf., kt. 621101-2420, samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á réttindum og skyldum eignaleigusamninga, lánasamninga og skuldabréfa Lykils fjármögnunar, eignaleigusviðs MP banka hf., ásamt undirliggjandi leigumunum og veðum. Jafnframt tekur Lýsing hf. við vörumerki, viðeigandi tölvukerfum vegna samningasafnsins þ. á m. viðskiptasögu, reglum og ferlum. Fallið verður frá uppgreiðslugjaldi á yfirteknum samningum, sbr. upplýsingagjöf Lýsingar hf. til viðskiptavina Lykils. Auglýsing um yfirfærsluna verður jafnframt birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira
Síða 28 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica