Fréttir


Fréttir: 2007 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

29.8.2007 : FME veitir Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf. starfsleyfi sem viðskiptabanki

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka hf starfsleyfi sem viðskiptabanki, samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

24.8.2007 : IMF fjallar um íslenskan fjármálamarkað og FME

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fjallar um íslenskan fjármálamarkað og starfsemi FME í nýrri umfjöllun sinni um íslenskt efnahagslíf.

Lesa meira

21.8.2007 : Íslensku bankarnir standast álagspróf FME

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti.

Lesa meira

9.8.2007 : FME: Túlkun um atkvæðisrétt í sparisjóðum

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt túlkun um atkvæðisrétt í sparisjóðum varðandi til hvaða sjónarmiða skuli líta til við mat á tengslum aðila.

Lesa meira

7.8.2007 : FME: Samstarfssamningur við fjármálaeftirlitið í Dubai

Fjármálaeftirlitið (FME) undirritaði á sunnudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið í Dubai (DFSA). Lesa meira

1.8.2007 : Á fjórða tug erlendra verðbréfasjóða hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu á Íslandi

FME birtir lista yfir erlenda verðbréfasjóði sem tilkynnt hafa um fyrirhugaða markaðssetningu á Íslandi.

Lesa meira

30.7.2007 : FME: Samanlagður hagnaður vátryggingafélaganna um 19,5 milljarðar á árinu 2006

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna var rúmlega 19,5 milljarðar kr. árið 2006 samanborið við rúmlega 20,2 milljarða kr. árið 2005. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt á vefsíðu sinni töflur með sundurliðun vátryggingagreina og ársreikningum íslenskra vátryggingafélaga fyrir árið 2006.

Lesa meira

13.7.2007 : FME: Lífeyrissjóðum ekki heimilt að stunda verðbréfalán

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem kveður á um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða.

Lesa meira

12.7.2007 : Upplýsingasíður um MiFID á heimasíðu FME

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu sem fjalla um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun.

Lesa meira

9.7.2007 : Aukning í málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum

Nokkur aukning varð á málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum á milli ársins 2005 og 2006.

Lesa meira

6.7.2007 : MiFID: Gagnagrunnur um seljanleika hlutabréfa

Í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um MiFID hefur Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum, CESR, birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Lesa meira

4.7.2007 : FME samþykkir samruna VBS Fjárfestingabanka hf. og FSP hf.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 4. júlí sl. samþykki sitt fyrir samruna VBS Fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

4.7.2007 : FME birtir úttekt á regluvörslu NordVest Verðbréfa hf.

Fjármálaeftirlitið hefur gert úttekt á framkvæmd reglna um verðbréfaviðskipti hjá NordVest Verðbréfum hf. Úttektin er birt á heimasíðu FME. Lesa meira

3.7.2007 : Samruni sparisjóða

Fjármálaeftirlitið veitti þann 26. janúar sl., samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Ólafsvíkur við Sparisjóð Keflavíkur.

Lesa meira

2.7.2007 : Tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf.

Nýverið barst Fjármálaeftirlitinu beiðni frá hluthafa í Vinnslustöðinni hf. um að það tæki tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf. til skoðunar og kannaði hvort forsendur væru fyrir því að breyta tilboðsverðinu á grundvelli heimildar eftirlitsins í 8. mgr. 40. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003 (vvl.).

Lesa meira

26.6.2007 : Skýrslur um valdheimildir eftirlitsaðila

FME hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast á þróuðust fjármálamörkuðum Evrópu. Samkvæmt könnun um heimildir evrópskra eftirlitsaðila til þess að beita stjórnvaldssektum kemur fram að um 76% eftirlitsaðila í Evrópu geta beitt slíkum sektum. Slík úrræði stuðla að öflugu eftirliti og auka trúverðugleika íslenska fjármálamarkaðarins.

Lesa meira

22.6.2007 : Ráðstefna um Solvency II

Willis Re Nordic, sem er vátryggingamiðlun á sviði endurtrygginga, hélt ráðstefnu um Solvency II á Hótel Sögu 20. júní sl.

Lesa meira

14.6.2007 : Grein um íslenska vátryggingamarkaðinn

,,Miklar breytingar hafa orðið á íslenskum vátryggingamarkaði á sl. 20 árum. Innlendum vátryggingafélögum hefur fækkað en samkeppni harðnað". Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein um íslenska vátryggingamarkaðinn sem birt er í tímaritinu Nordisk Forsikringstidskrift

Lesa meira

11.6.2007 : FME: Morgunverðarfundur um útrás íslensku bankanna til Kína

Um 50 manns sóttu fund FME um útrás íslenskra fjármálafyrirtækja til Kína. Tilefni fundarins var heimsókn sendinefndar frá kínverska bankaeftirlitinu (CBRC) og undirritun samstarfssamning FME og CBRC.

Lesa meira

11.6.2007 : FME undirritar samstarfssamning við bankaeftirlitið í Kína

Fjármálaeftirlitið undirritaði í dag samstarfssamning við bankaeftirlitið í Kína (China Banking Regulatory Commission).

Lesa meira
Síða 3 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica