Fréttir


Fréttir: 2012 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

1.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

 

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá The United Kingdom(“UK“) branch of American Life Assurance Company til MetLife Europe Limited, MetLife Limited og MetLife Assurance Limited

Lesa meira

1.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá American Life Insurance Company til ReAssure Limited. Lesa meira

1.6.2012 : Allra ráðgjöf fær starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Allra ráðgjöf ehf., kt. 430510-0610, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Starfsleyfi Allra ráðgjafar tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4., 7. og 15. tl. 21. gr. sömu laga.

Lesa meira

23.5.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 14. maí 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Rekstrarfélags Byrs hf., kt. 640300-2560, til Íslandssjóða, kt. 690694-2719, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur Verðbréfasjóðs Byrs og Fjárfestingarsjóðs Byrs. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. maí nk.

Lesa meira

18.5.2012 : Hæstiréttur dæmir í máli EA fjárfestingarfélags gegn Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur staðfesti hinn 16. maí sl. þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um 15 milljón króna stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag, áður MP banka hf., vegna brots félagsins gegn ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum. Lesa meira

16.5.2012 : Breytingar á reglum um mat á tjónaskuld vátryggingafélaga

Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 getur Fjármálaeftirlitið (FME) sett reglur um mat á vátryggingaskuldinni og hvaða gögn skuli fylgja auk ársreiknings. Reglur FME nr. 903/2004 frá 3. nóvember 2004 kveða á um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi.

Lesa meira

16.5.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur heimilað yfirfærslu á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans hf. samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur heimilað kaup Landsbankans hf. á öllum rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu einstakra rekstrarhluta fjármálafyrirtækis til annars fyrirtækis. Lesa meira

15.5.2012 : Mánaðarlegar greiðslur óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum geta hækkað hratt

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur þá til varkárni í skuldsetningu.  Útskýringar og dæmi er að finna í eftirfarandi samantekt.

Lesa meira

15.5.2012 : Kortaþjónustan fær starfsleyfi sem greiðslustofnun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kortaþjónustunni hf. kt. 430602-3650, Skipholti 50b, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu. Lesa meira

10.5.2012 : Viðskiptabankarnir – staða og horfur

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag undir yfirskriftinni Viðskiptabankarnir staða og horfur. Á fundinum var meðal annars farið yfir rekstur viðskiptabankanna á síðasta ári, fjallað um tímabundna starfsemi bankanna og lagalega óvissu um endurreikning ólögmætra gengislána. Enn fremur var horft til framtíðar varðandi rekstur bankanna.

Lesa meira

4.5.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Negotium hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og hefur lagt mat á hæfi Gunnars Gunnarssonar til að fara með virkan eignarhlut í félaginu

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Negotium hf. kt. 480709-0880, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

30.4.2012 : Afturköllun staðfestingar verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 27. apríl 2012, afturkallað staðfestingu verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Stefni hf., kt. 700996-2479, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Lesa meira

27.4.2012 : Auglýst eftir forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Fjármáleftirlitsins. Auglýsinguna má sjá hér.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE Europe Life Limited.
2. Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE European Group Limited.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga:

1. Coface Austria Kreditversicherung AG sameinast Coface Austria Holding AG.

2. Coface Austria Holding AG sameinast Coface SA France.

Lesa meira

20.4.2012 : Ráðningarferli fyrir starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur mótað ráðningarferli fyrir nýjan forstjóra Fjármálaeftirlitsins og skipað þriggja manna óháða matsnefnd sem fær það hlutverk að stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Matsnefndina skipa dr. Ásta Bjarnadóttir (formaður), dr. Gylfi Magnússon og Regína Ásvaldsdóttir. Lesa meira

16.4.2012 : Reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga

Samkvæmt 1. mgr. 55. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga.

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 7. mars sl. voru reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga samþykktar. Reglurnar hafa tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 27. mars 2012 og hafa hlotið númerið 299/2012.

Lesa meira

13.4.2012 : Minnisblað Fjármálaeftirlitsins vegna dóms Hæstaréttar

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman minnisblað vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári. Þar eru dregnar saman niðurstöður stofnunarinnar um hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði gengislána í útlánasöfnum lánastofnana. Voru lánastofnanirnar beðnar um að meta áhrif dómsins út frá fjórum sviðsmyndum þar sem sviðsmynd eitt gekk hvað lengst í túlkun dómsins til hins verra fyrir lánastofnanir og sviðsmynd fjögur skemmst.

Lesa meira

3.4.2012 : Samruni Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. mars 2012 samruna Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Kreditkorts hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Íslandsbanka hf. Lesa meira

27.3.2012 : Samruni Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 19. mars 2012 samruna Alfa verðbréfa hf. við MP banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. MP banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Alfa verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni MP banka hf.

Lesa meira
Síða 4 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica