Fréttir


Fréttir: 2012 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

23.3.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 22. mars 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Landsvaka hf., kt. 700594-2549, til Landsbréfa hf., kt. 691208-0520, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur tíu verðbréfasjóða, þriggja fjárfestingarsjóða og átta fagfjárfestasjóða. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. mars nk. Lesa meira

21.3.2012 : Fjármál – nýtt vefrit Fjármálaeftirlitsins kemur út

Fjármálaeftirlitið hefur hafið útgáfu á vefriti sem hlotið hefur nafnið Fjármál. Í þessu fyrsta eintaki Fjármála er að finna ávarp Unnar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra, og þrjár greinar. Þar er fjallað um rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á aðdraganda bankahrunsins, gengistryggða láns- og eignarleigusamninga lánastofnana og úttekt á áhættustýringu og stjórnarháttum stóru viðskiptabankanna þriggja.

Lesa meira

16.3.2012 : Upplýsingar breyta ekki fyrra mati

Þegar dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni, lá fyrir taldi Fjármálaeftirlitið að niðurstaða hans myndi ekki ógna fjármálastöðugleika. Lesa meira

9.3.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 og nr. 232/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 222/2012 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum, sem birtar voru í Stjórnartíðindum hinn 6. mars sl. Reglurnar má nálgast hér. Lesa meira

9.3.2012 : Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 5. mars 2012 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Málið höfðaði Saga Capital til að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um að afturkalla starfsleyfi félagsins sem lánafyrirtæki, ógilda með dómi. Niðurstaða dómsins var að sýkna Fjármálaeftirlitið af kröfum Saga Capital og stendur því ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um afturköllun á starfsleyfi félagsins. Lesa meira
Unnur-Gunnarsdottir,-starfandi-Forstjori-Fjarmalaeftirlitsins

5.3.2012 : Við höldum ótrauð okkar striki

Atburðarásin í Fjármálaeftirlitinu að undanförnu, með tilheyrandi umræðu, er mér tilefni eftirfarandi hugleiðingar, ekki síst ýmsar fullyrðingar á opinberum vettvangi um gang mála og afleiðingar þeirra sem eru misvísandi eða í versta falli hrein fjarstæða.

Lesa meira

1.3.2012 : Vegna dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011

Með vísan til þeirrar réttaróvissu sem upp er komin varðandi endurreikning á gengistryggðum láns- og eignarleigusamningum, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. febrúar sl. í máli nr. 600/2011, hefur Fjármálaeftirlitið beint neðangreindu til lánastofnana, lánastofnana sem stýrt er af slitastjórn og dótturfélaga lánastofnana í slitameðferð (eftirleiðis lánastofnanir).

Lesa meira

1.3.2012 : Yfirlýsing stjórnar Fjármálaeftirlitsins 1. mars 2012

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur í dag kynnt Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, þá ákvörðun sína að segja upp ráðningarsamningi hans. Þetta er gert að vandlega athuguðu máli og eftir að stjórnin hefur kannað ítarlega gögn og rök í málinu. Lesa meira

24.2.2012 : Umræðuskjal um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2012 um drög að reglum um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Nýjum reglum er ætlað að koma í stað reglugerðar viðskiptaráðherra nr. 954/2001 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga, í samræmi við heimild í 6. mgr. 31. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Markmiðið er að samræma viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í vátryggingasamstæðu við reglur FME nr. 920/2008 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Munu þá sömu reglur gilda um viðbótareftirlit, hvort sem vátryggingafélag er hluti af vátryggingasamstæðu eða fjármálasamsteypu.

Lesa meira

22.2.2012 : Athugasemd Fjármálaeftirlitsins vegna ummæla umboðsmanns skuldara

Í tilefni umfjöllunar í Kastljósi mánudaginn 20. febrúar og einkum vegna viðtals við umboðsmann skuldara um málefni Dróma hf., Frjálsa fjárfestingarbankann og Spron vill Fjármálaeftirlitið taka eftirfarandi fram.

Lesa meira

22.2.2012 : Athugasemd vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis

Í tilefni fréttar Stöðvar 2 og Vísis í gærkveldi þar sem sagt var að formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis hefði í þrígang beðið Fjármálaeftirlitið að reikna út áhrif gengislánadóms Hæstaréttar áður en hann féll vill Fjármálaeftirlitið árétta eftirfarandi: Umrædd ósk formanns efnahags- og viðskiptanefndar laut einungis að því að stofnunin myndi meta áhrif þess á fjármálakerfið ef dómur Hæstaréttar yrði í samræmi við niðurstöðu fræðigreinar Ásu Ólafsdóttur, lektors við lagadeild HÍ, sem birtist í nýjasta tölublaði Úlfljóts. Lesa meira

18.2.2012 : Álitsgerð Ástráðs og Ásbjörns

Meðfylgjandi er greinargerð um athugun sem Ásbjörn Björnsson, löggiltur endurskoðandi, og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður unnu að ósk stjórnar FME um hæfi forstjóra stofnunarinnar (sjá hér).  Á þremur stöðum er strikað yfir upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um, lögum samkvæmt.

Lesa meira

16.2.2012 : Fjármálastöðugleika ekki ógnað

Í ljósi dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að fjármálastöðugleika er ekki ógnað.

Lesa meira

30.1.2012 : Íslensk verðbréf hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf.

Þann 25. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf. sem nemur allt að 50%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

25.1.2012 : Breyting á leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga

Í 70 . tölul. leiðbeinandi tilmæla nr. 1/2011 segir að ef vátryggingafélag velji að fjárfesta í sérstökum tegundum eigna skuli fjárfestingarstefna félagsins tilgreina nokkur upptalin atriði. Ein þessara eignategunda er það sem á ensku kallast „asset backed securities“ sem í tilmælunum er þýtt sem „eignatengd verðbréf“. Komið hefur í ljós að þessi þýðing gæti valdið misskilningi. Í reglum Seðlabanka Íslands nr. 808/2008 um viðskipti fjármálafyrirtækja við bankann er hugtakið þýtt sem „eignavarin verðbréf“. Lesa meira

13.1.2012 : Ný gögn frá Landsbankanum breyta engu um mat Andra Árnasonar hrl. á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Andri Árnason hrl. stendur að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna forstjórastarfi Fjármálaeftirlitsins og telur að ekkert nýtt hafi komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss RÚV eða í þeim gögnum sem var aflað í kjölfar umfjöllunarinnar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Andri vann að ósk stjórnar Fjármálaeftirlitsins og skilaði í dag, 13. janúar.

Lesa meira

10.1.2012 : Samruni Tinda Verðbréfa hf. við Auði Capital hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 10. janúar 2012 samruna Tinda Verðbréfa hf. við Auði Capital hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Auður Capital hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Tinda Verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Auðar Capital hf. Lesa meira

4.1.2012 : Fjármálaeftirlitið ræður framkvæmdastjóra þriggja nýrra eftirlitssviða

Unnið hefur verið að skipulagsbreytingum innan Fjármálaeftirlitsins frá því í október síðastliðnum með virkri þátttöku starfsmanna. Afrakstur vinnunar er endurskipulagning Fjármálaeftirlitsins sem meðal annars felst í því að fimm svið hafa verið lögð niður og þrjú ný eftirlitssvið stofnuð. Nýju eftirlitssviðin þrjú eru eindareftirlit, vettvangsathuganir og greiningar- og áætlanir. Lesa meira

3.1.2012 : Heimild til flutnings vátryggingastofns

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Sjóvá-Almennum tryggingum hf. heimild til að flytja vátryggingastofn barnatryggingar félagsins til Sjóvár Almennra líftrygginga hf.  Heimild til yfirfærslu stofnsins gildir frá og með 29. desember 2011.  Lesa meira
Síða 5 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica