Fréttir


Fréttir: 2017 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

26.4.2017 : Tilkynning um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Hinn 26. apríl 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 10. apríl 2017.

Lesa meira

19.4.2017 : Dreifibréf til fjármálafyrirtækja vegna væntanlegra laga um skortsölu fjármálagerninga og tiltekna þætti skuldatrygginga

Fjármálaeftirlitið sendi í dag fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem bent var á að frumvarp til laga um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið lagt fram á Alþingi. Eins og segir í dreifibréfinu er með framlagningu frumvarpsins stefnt að því að reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012 verði innleidd í íslensk lög og samkvæmt frumvarpinu munu lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

11.4.2017 : Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs 2017

Um miðjan mars voru fjármagnshöft losuð því sem næst að fullu á einstaklinga og fyrirtæki. Töluverð óvissa er um áhrif þess á þjóðarbúskapinn en líklegt er að hann verði næmari fyrir breytingum á erlendum fjármálaskilyrðum. Þjóðhagslegar aðstæður hafa í meginatriðum verið fjármálakerfinu hagstæðar undanfarin misseri. Hagvöxtur er mikill og atvinnuleysi er komið vel undir áætlað langtímaatvinnuleysi. Skuldahlutfall heimila og fyrirtækja lækkar enn. Útlánavöxtur hefur verið hóflegur og kjör innlendra aðila á erlendum lánsfjármörkuðum hafa batnað. Erlend staða þjóðarbúsins er hin hagstæðasta í sögu landsins svo langt sem sambærileg gögn ná og einnig tiltölulega hagstæð miðað við önnur þróuð ríki. Afgangur af utanríkisviðskiptum hefur verið óvenjumikill þrátt fyrir gengishækkun krónunnar. Á hinn bóginn gætir vaxandi spennu í hagkerfinu, sem einkum kemur fram á húsnæðis- og vinnumarkaði. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt frá síðasta fundi fjármálastöðugleikaráðs og að raunvirði er það orðið nánast jafn hátt og rétt fyrir fjármálaáfallið haustið 2008. Byggingakostnaður hefur ekki hækkað jafn hratt og húsnæðisverð og því verður sífellt hagstæðara að byggja húsnæði. Hækkandi húsnæðisverð gæti aukið á áhættu í fjármálakerfinu síðar meir. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er þó góður, hvort heldur horft er til eiginfjárhlutfalla eða lausafjárstöðu.

Lesa meira

5.4.2017 : Umræðuskjal um drög að endurskoðuðum reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 7/2017 sem inniheldur drög að endurskoðuðum reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Tilefnið er breyting á lögum um fjármálafyrirtæki sem breytir meðal annars ákvæðum 19. gr. er kveður á um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. 

Lesa meira

5.4.2017 : Umræðuskjal um drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2017 sem inniheldur drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Um er að ræða nýjar reglur sem settar eru með heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

4.4.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu á hluta vátryggingastofns: 

Lesa meira

28.3.2017 : Nýjar reglur og breytt gagnaskil vegna fyrirgreiðslna fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila

Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila, nr. 247/2017, byggðar á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Við gildistöku reglnanna falla úr gildi eldri reglur um sama efni, nr. 162/2011.

Lesa meira

27.3.2017 : Vefritið Fjármál er komið út

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út með fjölbreytilegu efni. Greinin: Hverjir eiga erindi í stjórn lífeyrissjóðs? er skrifuð af þeim Helgu Rut Eysteinsdóttur, lögfræðingi á eftirlitssviði, Hrafnhildi S. Mooney sérfræðingi á greiningarsviði og Maríu Finnsdóttur, sérfræðingi í fjárhagslegu eftirliti.  Þá skrifar Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði, grein sem nefnist FinTech – framtíð fjármálagerninga og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu skrifar grein sem ber yfirskriftina Lífeyriskerfið – Áhætta sjóðfélaga . Ritinu lýkur á ritdómi um bókina Naked Statistics eftir Charles Wheelan en dóminn ritar Jón Ævar Pálmason, forstöðumaður á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

23.3.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

20.3.2017 : Vegna fréttar fyrr í dag

Ónákvæmni gætti í frétt Fjármálaeftirlitsins fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30% eignarhlut í Arion banka. Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.

Lesa meira

20.3.2017 : Kaup á eignarhlut í Arion banka

Í tilefni frétta af kaupum á eignarhlut í Arion banka vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

16.3.2017 : Drög að reglum vegna tæknilegra framkvæmdarstaðla sem fylgja Solvency II

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fjögur umræðuskjöl, nr. 3 - 6/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum til að innleiða tæknilega framkvæmdarstaðla sem fylgja Solvency II löggjöf ESB. Reglurnar verða settar með stoð í lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

10.3.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið VÍS hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. Akta sjóðum hf. og Júpíter rekstrarfélagi hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. sem nemur allt að 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  

Lesa meira

10.3.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:
Yfirfærsla á hluta líftryggingastofns frá Scottish Equitable plc. til Rothesay Life plc.

Lesa meira

6.3.2017 : Engar vísbendingar um upplýsingaleka

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í morgun, vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri er varða Borgun hf. og það verklag sem almennt er farið eftir hjá stofnuninni þegar upp koma hugsanleg refsimál.

Lesa meira

3.3.2017 : Skráning lánveitenda og lánamiðlara

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á gildistöku laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda þann 1. apríl 2017.  Með lögunum er það gert að skilyrði til að mega veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni að aðili hafi verið skráður af Fjármálaeftirlitinu. Hið sama á við um aðila sem vilja stunda miðlun slíkra lána. Þó geta lánastofnanir, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög veitt fasteignalán án undangenginnar skráningar auk þess geta lánastofnanir, og í vissum tilvikum lögmenn og endurskoðendur, stundað lánamiðlun án undangenginnar skráningar.  

Lesa meira

3.3.2017 : Fjármálaeftirlitið birtir áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018

Til að auka upplýsingagjöf til eftirlitsskyldra aðila mun Fjármálaeftirlitið framvegis taka upp þá nýjung að birta áætlun um setningu reglna og leiðbeinandi tilmæla en áætlunin gildir til næstu tveggja ára. Áætlunin hefur að geyma heiti allra reglna og leiðbeinandi tilmæla sem unnin verða á þessu tímabili, flokkað eftir mörkuðum og með áætlaða tímasetningu um það hvenær viðkomandi verkefni lýkur. Einnig eru í áætluninni stuttar skýringar/athugasemdir til að veita viðbótarupplýsingar um uppruna einstakra verkefna.

Lesa meira

2.3.2017 : Nýjar reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja

Þann 8. febrúar sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýjar reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Reglur nr. 150/2017 voru birtar í Stjórnartíðindum þann 23. febrúar sl. Við gildistöku þeirra féllu úr gildi reglur nr. 887/2012 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

1.3.2017 : Tilkynning um samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 28. febrúar 2017 leyfi fyrir samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf. á grundvelli 35. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

28.2.2017 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 27. febrúar 2017. 

Lesa meira
Síða 4 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica