Fréttir


Fréttir: 2009 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

12.6.2009 : Fjármálaeftirlitið rannsakar nú átta meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál

Fjármálaeftirlitið er nú með til rannsóknar átta meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál og/eða reglum settum á grundvelli þeirra. Í gildandi lögum um gjaldeyrismál er Fjármálaeftirlitinu fengið það verkefni að rannsaka slík mál sem því er tilkynnt um. Þau mál sem eru til dæmis til skoðunar varða meint brot gegn reglum Seðlabanka Íslands frá því í desember sl. en þeim er meðal annars ætlað að stöðva tímabundið gjaldeyrisútflæði, sem gæti annars leitt til óhóflegrar gengislækkunar krónunnar. Lesa meira

12.6.2009 : Opnun verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf.

Bráðabirgðastjórn SPRON hefur gert samning við Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf., Strandgötu 3, Akureyri um að taka yfir rekstur og umsýslu þeirra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem áður voru í rekstri Rekstrarfélags SPRON hf. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að það hafi tekið yfir rekstur sjóðanna og að viðskipti með sjóðina hefjist í dag, 12. júní 2009. Lesa meira

9.6.2009 : Tillögur nefndar um fjármálasamsteypur

CEBS og CEIOPS hafa gegnum sameiginlega nefnd um fjármálasamsteypur (JCFC) birt á heimasíðum sínum umræðuskjal um fyrirhugaðar tillögur þeirra til Evrópusambandsins um endurskoðun á tilskipun um fjármálasamsteypur. Lesa meira

9.6.2009 : CEBS birtir ársskýrslu sína í dag

Nefnd evrópskra bankaeftirlita (CEBS) birtir í dag ársskýrslu sína fyrir árið 2008. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir áfanga í starfi CEBS árið 2008. Lesa meira

8.6.2009 : Ársskýrsla CEIOPS fyrir árið 2008

CEIOPS gaf í dag út ársskýrslu sína fyrir árið 2008 og vinnuáætlun fyrir 2009. Verkið gefur gott yfirlit yfir áfanga í starfi CEIOPS árið 2008 og helstu markmið CEIOPS þetta ár. Lesa meira

19.5.2009 : Fjármálaeftirlitið boðaði útgefendur fjármálagerninga til fundar 15. maí síðastliðinn.

Þann 15. maí sl. héldu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins þær Barbara Inga Albertsdóttir og Rut Gunnarsdóttir fund með útgefendum fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgum fjármálagerninga (MTF). Á fundinn voru allir útgefendur boðaðir.

Lesa meira

18.5.2009 : Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Fjármálaeftirlitið hefur verið með til athugunar skipan mála í eignarhaldi Icelandair Group hf., með hliðsjón af yfirtökureglum laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.).

Lesa meira

15.5.2009 : Aukinn frestur til að ljúka frágangi á skilmálum fjármálagerninganna

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að taka upp fyrri ákvarðanir sínar, um ráðstafanir eigna og skulda gömlu bankanna til nýju bankanna, að því marki sem þær snúa að tímafresti til að ljúka frágangi á skilmálum fjármálagerningsins sem nýju bankarnir gefa út til gömlu bankanna til greiðslu endurgjaldsins. Lesa meira

14.5.2009 : Yfirlit ársreikninga skaðatryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni yfirlit yfir ársreikninga skaðatryggingafélaga (vátryggingafélaga í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi). Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur ekki lokið gerð ársreiknings og því nær yfirlitið að þessu sinni ekki til þess félags.

Lesa meira

14.5.2009 : Fjármálaeftirlitið boðar útgefendur fjármálagerninga til fundar.

Fjármálaeftirlitið hefur boðað útgefendur fjármálagerninga á skipulegum verðbréfamarkaði til fundar á morgun föstudag, 15. maí. Lesa meira

8.5.2009 : Túlkun Fjármálaeftirlitsins er varðar almennt útboð verðbréfa

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út túlkun er varðar almennt útboð verðbréfa en um slík útboð er fjallað í 1. tl. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Túlkunin hefur verið birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins undir Lög og reglur á fjármálamarkaði

Lesa meira

7.5.2009 : Leiðrétt frétt: Hagnaður af skaðatryggingarekstri innlendra vátryggingafélaga annarra en Viðlagatryggingar rúmar 819 milljónir króna á árinu 2008

Hagnaður innlendra vátryggingafélaga af skaðatryggingarekstri (vátryggingarekstri öðrum en líftryggingarekstri) nam um 819 m.kr á árinu 2008. Hagnaður félaganna af þessum rekstri nam 2,7 ma.kr. árið 2007. Sé afkoma Viðlagatryggingar Íslands vegna jarðskjálftans á Suðurlandi tekin með nemur samanlagt tap vátryggingafélaga af skaðatryggingarekstri 3,9 ma.kr.

Lesa meira

6.5.2009 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða

Eins og áður hefur komið fram ákvað Fjármálaeftirlitið að flýta skýrsluskilum á tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Sjóðir án ábyrgðar launagreiðenda skiluðu skýrslum 1. mars sl. og voru niðurstöður þeirra birtar 20. mars.

Lesa meira

5.5.2009 : Kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins fyrir regluverði færeyskra útgefenda fjármálagerninga

Þann 28. apríl sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir regluverði færeyskra útgefenda fjármálagerninga. Um var að ræða sambærilegan kynningarfund og haldinn var fyrir regluverði íslenskra útgefenda í nóvember sl. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn fyrir færeyska regluverði. Lesa meira

4.5.2009 : Samanlagður hagnaður innlendu líftryggingafélaganna um 1,5 milljarður á árinu 2008

Hagnaður innlendu líftryggingafélaganna eftir skatt var tæplega 1,5 milljarður kr. árið 2008 samanborið við rúmlega 1,3 milljarða kr. árið 2007. Lesa meira

30.4.2009 : Athugasemd við fréttaskýringu Morgunblaðsins um efnahagsreikning nýju bankanna

Í fréttaskýringu Morgunblaðsins 30. apríl sem birtist undir yfirskriftinni "Bankarnir skreppa saman" er því haldið fram að efnahagsreikningur nýju bankanna muni verða mun lægri en áætlað. Því til staðfestingar er annars vegar vitnað í bráðabirgða stofnefnahagsreikning bankanna þriggja sem birtur var í nóvember á síðasta ári Lesa meira

24.4.2009 : Lýsing á verðmatsferli eigna og skulda nýju bankanna

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman yfirlit yfir helstu forsendur og aðferðir sem unnið var eftir við verðmat á eignum og skuldum nýju bankanna. Samantektin er gerð til að setja verkefnið í rétt samhengi og útskýra sem best í hverju það felst.

Lesa meira

22.4.2009 : Fullnaðarniðurstöður verðmats nýju bankanna liggja nú fyrir

Deloitte LLP lauk í gær verðmati þeirra eigna sem fluttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Oliver Wyman hefur í dag yfirfarið verðmatið fyrir hvern banka og uppfært úttekt sína. Verðmatsverkefninu er því lokið. Lesa meira

17.4.2009 : Fjármálaeftirlitið áréttar fyrri ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda SPRON

Í ljósi nýrra upplýsinga og breyttra forsendna sem fram hafa komið í málefnum SPRON undanfarið hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að árétta fyrri ákvörðun og í því skyni gera breytingar varðandi ráðstöfun eigna og skulda SPRON.

Lesa meira

17.4.2009 : Umræðuskjal OECD-IAIS um stjórnunarhætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali OECD-IAIS um stjórnunarhætti vátryggingafélaga sem hægt er að nálgast á heimasíðu OECD. Hagsmunaaðilum gefst kostur að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar. Lesa meira
Síða 3 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica