Fréttir


Fréttir: 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

8.11.2011 : Umræðuskjal EIOPA vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA.  Um er að ræða Guidelines for the Own Risk and Solvency Assessment (ORSA).  Umræðuskjalið er hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjalið til EIOPA á netfangið: cp008@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012. Lesa meira

1.11.2011 : Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum

Þann 17. september síðastliðin samþykkti Alþingi ný lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011. Samkvæmt IV. kafla laganna er Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum frá og með gildistöku laganna þann 1. nóvember. Um nýmæli er að ræða, en hingað til hafa fagfjárfestasjóðir ekki lotið skipulögðu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Einungis rekstrarfélögum verðbréfasjóða (fjármálafyrirtæki sem reka verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði) hefur verið skylt að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um stofnun fagfjárfestasjóða í þeirra rekstri.

Lesa meira

28.10.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

20.10.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Saga Fjárfestingarbanka hf., kt. 660906-1260, sem lánafyrirtæki, þar sem fyrirtækið fullnægir ekki ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um eigið fé, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Lesa meira

20.10.2011 : Fundur með fjölmiðlum um hálfsársuppgjör viðskiptabankanna

Fjármálaeftirlitið efndi til kynningar í dag fyrir fjölmiðla þar sem farið var yfir hálfsársuppgjör viðskiptabankanna. Kynningarfundur af þessu tagi er ákveðin nýjung í starfsemi Fjármálaeftirlitsins og í samræmi við þá áherslu sem lögð er á það í stefnu stofnunarinnar að efla faglega umræðu og auka gagnsæi.

Lesa meira

17.10.2011 : Samruni Byrs hf. við Íslandsbanka hf. samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en Fjármálaeftirlitið hefur haft beiðni þessa efnis til skoðunar ásamt tilheyrandi gögnum frá því í júlí á þessu ári. Þar sem samrunaferli Byrs hf. og Íslandsbanka hf. er ólokið er samþykki Fjármálaeftirlitsins háð þeim fyrirvara að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög. Lesa meira

4.10.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Fjármálaeftirlitið veitti Íslandsbanka hf. hinn 30. september sl. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf. Lesa meira

28.9.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa í heild eða að hluta

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf. og starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi Landsbanka Íslands hf. að hluta. Lesa meira

27.9.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Íslandsbanka hf. til að fara með virkan eignarhlut í BYR hf.

Hinn 26. september sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR hf. verði talið dótturfyrirtæki bankans, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

23.9.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

22.9.2011 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2010

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2010. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni er hér en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi:

Lesa meira

15.9.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Títan B ehf. til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.

Hinn 24. ágúst sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Títan B ehf., kt. 430611-0700, sé hæft til að eiga og fara með allt að 20% virkan eignarhlut í MP banka hf. Eignarhluturinn hafði áður verið í eigu Títan ehf. en vegna athugasemda Fjármálaeftirlitsins um uppbyggingu eignarhalds Títan ehf. var umræddur eignarhlutur seldur  til Títan B ehf.  Lesa meira

5.9.2011 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumi IB starfsleyfi sem lánafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið veitti þann 31. ágúst 2011 Straumi IB hf., kt. 640210-0440, Borgartúni 25, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

31.8.2011 : Fjármálaeftirlitið (FME) birtir upplýsingar um iðgjöld og samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga á Íslandi 2008 - 2009

FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2008-2009. Félög þessi hafa höfuðstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli IX. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME.

Lesa meira

29.8.2011 : Þáttur Fjármálaeftirlitsins í rannsókn breska fjármálaeftirlitsins (FSA)

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) sagði frá því fyrir stuttu, í frétt á heimasíðu eftirlitsins, að þrír menn hefðu hlotið dóm sem nemur samtals 19 ára fangelsisvist fyrir svonefnd boiler room, eða kyndiklefasvik. Var þetta afrakstur langrar og nákvæmrar rannsóknar breska fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

29.8.2011 : Álagspróf á vátryggingamarkaði EES

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) framkvæmdi álagspróf snemmsumars á vátryggingafélög á öllum vátryggingamörkuðum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Á hverjum markaði voru valin stærstu líftryggingafélögin og skaðatryggingafélögin þannig að þátt tóku vátryggingafélög sem samanlagt höfðu yfir 50% markaðshlutdeild á hvorum markaði fyrir sig. Lesa meira

29.8.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

26.8.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

24.8.2011 : Stjórnvaldssekt lögð á EA fjárfestingarfélag, ekki MP banka

Fjármálaeftirlitið vill að gefnu tilefni ítreka að 15 milljóna kr. stjórnvaldssekt sem sagt er frá í gagnsæistilkynningu sem birtist á vef Fjármálaeftirlitsins í gær snertir ekki með nokkrum hætti þann MP banka sem nú starfar, eða eigendur hans. Sektin var lögð á EA fjárfestingarfélag hf. sem áður bar nafnið MP banki.
Lesa meira

18.8.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira
Síða 2 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica