Fréttir


Fréttir: 2016 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

19.5.2016 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn miðvikudaginn 18. maí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundi ráðsins var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu og greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs. Á heildina litið hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu síðan fjármálastöðugleikaráð kom síðast saman. Þeir áhættuþættir sem taldir eru skipta mestu máli um þessar mundir eru merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum sem til lengdar getur aukið hættu á fjármálalegu ójafnvægi, sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum sem gætu haft áhrif á aðgengi innlendra banka að erlendum lánsfjármörkuðum og aukið innstreymi fjármagns sem gæti ýtt undir aukna skuldsetningu innlendra aðila og dregið úr viðnámsþrótti þeirra í niðursveiflu.

Lesa meira

17.5.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

13.5.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Lesa meira

10.5.2016 : Gagnaskilakerfi komið í lag

Viðgerð er lokið á gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og er það nú komið í lag. Lesa meira

10.5.2016 : Bilun í gagnaskilakerfi

Bilun hefur komið upp í gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og er unnið að viðgerð. Kerfið er í gangi en gengur mjög hægt. Gert er ráð fyrir að kerfið ætti að vera komið í lag innan tveggja klukkustunda eða fyrir hálf tvö.

Lesa meira

3.5.2016 : Salka2 ehf. og Þorkell Magnússon hæf til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf.

Hinn 29. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Salka2 ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

29.4.2016 : Fjármálaeftirlitið hvetur aðila til að yfirfara hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna

Fjármálaeftirlitið hefur sent fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum dreifibréf þar sem hvatt er til að þessir aðilar yfirfari hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna sinna með hliðsjón af lögum sem nánar eru tiltekin í dreifibréfunum.

Lesa meira

25.4.2016 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um innri stjórnarhætti

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2016 um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja. Tilmælunum er ætlað að samræma viðmið og vinnubrögð fjármálafyrirtækja með tilliti til stjórnarhátta. Í þeim er að finna heildstætt yfirlit yfir þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið gerir til innri stjórnarhátta fjármálafyrirtækja. Jafnframt veita tilmælin yfirsýn yfir brýnustu verkefni stjórnar, sem Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að sé sinnt af kostgæfni. Tilmælin eiga erindi við stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og stjórnendur sem koma að daglegum rekstri þeirra.

Lesa meira

18.4.2016 : Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins og Nasdaq Iceland um samstarf undirrituð

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland hf. (Kauphöllin) hafa undirritað nýja yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar um samstarf við framkvæmd eftirlitsverkefna og upplýsingamiðlun.

Lesa meira

7.4.2016 : Umsagnarferli hafið hjá EIOPA vegna fyrirhugaðra breytinga á gagnaskilatæknistöðlum

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur í fréttatilkynningu (Opnast í nýjum vafraglugga) á heimasíðu sinni óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II. 

Lesa meira

4.4.2016 : EBA óskar eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðra breytinga á FINREP GAAP

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur í fréttatilkynningu á heimasíðu sinni óskað umsagnar hagsmunaaðila um drög stofnunarinnar að nýrri útgáfu af FINREP GAAP sniðmátinu. Vinna við uppfærslu sniðmátsins hefur leitt í ljós tiltekin vandamál tengd mismunandi regluverki aðildarlanda vegna reikningsskila. Stofnunin beinir því til hagsmunaaðila að koma á framfæri umsögnum varðandi uppfærslu á FINREP GAAP sniðmátinu og eftir atvikum löggjöf um ársreikninga, til viðeigandi eftirlitsaðila í sínu heimalandi.

Lesa meira

4.4.2016 : Fjármálaeftirlitið veitir Íslenskum fjárfestum hf. aukið starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Íslenskum fjárfestum hf., kt. 451294-2029, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki hinn 1. apríl 2016 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslenskum fjárfestum hf. var fyrst veitt starfsleyfi sem verðbréfamiðlun hinn 8. júlí 1994. Starfsleyfi Íslenskra fjárfesta hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimildar sem felst í framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina skv. b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002.

Lesa meira

21.3.2016 : Vefritið Fjármál er komið út með fjölbreytilegu efni

Fyrsta tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins er komið út með fjölbreytilegu efni. Fjórar greinar eru í blaðinu. Þar er fjallað um: aðskilnað starfssviða, langtíma fjárfestingar í innviðum, alþjóðlegt samstarf Fjármáleftirlitsins og þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr óhóflegri þenslu á fasteignamarkaði. Þá er í blaðinu kvikmyndadómur um myndina The Big Short sem frumsýnd var nýlega.

Lesa meira

16.3.2016 : Athugasemd við skrif Skjóðunnar

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við skrif Skjóðunnar Fréttablaðinu í dag um eftirlit með vátryggingafélögum. Í greininni eru upplýsingar settar fram á misvísandi hátt með það markmið að kasta rýrð á störf Fjármálaeftirlitsins. Fullyrt er að Fjármálaeftirlitið sé fullkomlega gagnslaust og hafi ekkert lært af reynslunni. Fjármálaeftirlitið hafnar þessari umfjöllun.

Lesa meira

15.3.2016 : Til glöggvunar varðandi vátryggingafélög og svokallaða „bótasjóði“

Í framhaldi af þeirri umræðu sem hefur verið um vátryggingafélög og bótasjóði þeirra vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi atriðum á framfæri.

Lesa meira

15.3.2016 : Breytingar á neytendasímaþjónustu Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið veitir leiðbeiningar skv. 7. gr. stjórnsýslulaga og hefur í því skyni um árabil starfrækt neytendasímaþjónustu tvisvar í viku þar sem neytendur geta aflað upplýsinga um hvert þeir geti  leitað vegna ágreinings við eftirlitsskylda aðila, s.s. lánastofnanir og vátryggingafélög.

Lesa meira

14.3.2016 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna H.F. Verðbréfa hf. við Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 14. mars 2016 samruna H.F. Verðbréfa hf. við Arctica Finance hf. á grundvelli 1. mgr. 106. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Arctica Finance hf. tekur við öllum réttindum og skyldum H.F. Verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Arctica Finance hf.

Lesa meira

7.3.2016 : Fjármálaeftirlitið leiðréttir missagnir FÍB en óskar félaginu jafnframt hins besta í hagsmunabaráttu sinni

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt væntanlegar arðgreiðslur tryggingafélaganna harðlega að undanförnu og sent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, áskorun um að grípa til aðgerða. Í gagnrýni sinni hefur FÍB fyrst og fremst beint spjótum sínum að Fjármálaeftirlitinu. Í frétt á vef félagsins sem birtist í gær segir meðal annars:

Lesa meira

29.2.2016 : Fjármálaeftirlitið varar við misnotkun debetkortaupplýsinga

Fjármálaeftirlitinu hefur borist ábending um að tilraun hafi verið gerð til að fá viðskiptavini íslenskra fjármálafyrirtækja til að gefa upp tékkaábyrgðarnúmer debetkorts síns í síma. Líklegt er að það hafi verið gert í sviksamlegum tilgangi. Upplýsingar um tékkaábyrgðarnúmer er m.a. unnt að nota þegar greitt er á netinu eða með öðrum rafrænum hætti.

Lesa meira

26.2.2016 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvö umræðuskjöl

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2016 um drög að leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og umræðuskjal nr. 2/2016 um viðmið og aðferðafræði  vegna SREP.

Lesa meira
Síða 4 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica