Fréttir


Fréttir (Síða 32)

Fyrirsagnalisti

8.11.2013 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með skuldabréfaflokk  með auðkenni  FAST-1 12 1 sem tekinn hefur verið til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland hf.  
Lesa meira

7.11.2013 : Endurskoðun reglna um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að breytingum á reglum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 920/2008, í því augnamiði að gefa út endurskoðaðar reglur. Hinar endurskoðuðu reglur fela í sér breytingar sem eru til komnar vegna athugasemda ESA varðandi innleiðingu tilskipunar 2002/87/EB, auk þess sem nokkur ákvæði í þeim fela í sér innleiðingu á tilskipun 2011/89/ESB um breytingu á fyrrnefndu tilskipuninni. Lesa meira

6.11.2013 : Afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að stofnunin hefur afturkallað starfsleyfi Landsvaka ehf., (áður Landsvaka hf.) kt. 700594-2549, sem rekstrarfélags verðbréfasjóða á grundvelli afsals stjórnar félagsins á starfsleyfinu dags. 30. maí sl. og þess að félagið hafi hætt starfsemi í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. fftl.
Lesa meira

15.10.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

14.10.2013 : Kynning á skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda fagfjárfestasjóða

Fjármálaeftirlitið hélt kynningu á skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda fagfjárfestasjóða þann 4. október síðastliðinn.  Fyrirlesarar voru Kristján Andrésson, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu og Vigdís Sveinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði. Námskeiðið var vel sótt.
Lesa meira

2.10.2013 : Tímabundin starfsemi lánastofnana

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman upplýsingar um eignarhluta viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja í fyrirtækjum sem þau hafa eignast tímabundið með yfirtöku og teljast til annarrar starfsemi fjármálafyrirtækja. Þessi þáttur er sem kunnugt er kallaður tímabundin starfsemi fjármálafyrirtækja.

 

Lesa meira

1.10.2013 : Aðalsteinn Leifsson hættir sem stjórnarformaður

Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, hefur beðist lausnar  frá 1. október vegna fyrirhugaðra flutninga til útlanda um áramótin. Aðalsteinn mun taka við starfi á vegum EFTA og verður forstöðumaður fyrir skrifstofu framkvæmdastjóra samtakanna í aðalstöðvum þeirra í Genf.
Lesa meira

19.9.2013 : Afsal leyfa til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt afsal starfsleyfa Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga. Með samþykkinu fellur niður heimild bankanna til að stunda umrædda starfsemi á grundvelli g-liðar 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og h-liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið samþykkti afsal leyfanna í kjölfar þess að stjórnir bankanna samþykktu með ótvíræðum hætti að afsala sér þeim.
Lesa meira

18.9.2013 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja 2012

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2012 hjá fjármálafyrirtækjum ásamt ýmsum samandregnum upplýsingum um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða auk verðbréfa- og fjárfestingasjóða.
Lesa meira

12.9.2013 : Tilkynning vegna umfjöllunar um Dróma hf. í fréttum RÚV

Í fréttatíma RÚV fyrr í dag og á heimasíðunni www.ruv.is var frá því greint að starfsleyfi Dróma hf. yrði ekki framlengt. Af því tilefni telur Fjármálaeftirlitið rétt að upplýsa að Drómi hf. er ekki með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu en um er að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt er af slitastjórn SPRON.
Lesa meira

29.8.2013 : Svar við opnu bréfi til Fjármálaeftirlitsins

Þann 22. ágúst sl. birtist í Morgunblaðinu opið bréf til Fjármálaeftirlitsins varðandi viðskiptahætti Lýsingar hf. og var þar fjölda spurninga beint til eftirlitsins.
Lesa meira

28.8.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

27.8.2013 : Ábendingar frá Fjármálaeftirlitinu varðandi framkvæmd hlutafjárútboða

Fjármálaeftirlitið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum vegna þátttöku fjárfesta í útboðum og ábyrgðar útgefenda vegna birtinga upplýsinga um niðurstöður útboða.
Lesa meira

22.8.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:
Lesa meira

20.8.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak af  Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Eru fjárfestingarsjóðir að rétta úr kútnum? eftir Kristján Andrésson, sérfræðing í fjárhagslegu eftirliti. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á eftirlitssviði um CRD IV og fleiri lagabreytingar á evrópskum fjármálamarkaði í nálægri framtíð. Að lokum fjallar Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur í áhættugreiningu um evrópsku eftirlitsstofnanirnar og aðkomu Íslands. Lesa meira

23.7.2013 : Endurgreiðsla umframeftirlitsgjalds

Fjármálaeftirlitið innheimti umframeftirlitsgjald hjá 22 lánastofnunum í lok árs 2010 vegna vinnu við greiningar á áhrifum gengistryggðra lána á stöðu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Lesa meira

16.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sem birtar voru í b-deild Stjórnartíðinda þann 15. júlí 2013.
Lesa meira

12.7.2013 : Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 8. júlí sl. kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu þar sem stofnunin var sýknuð af kröfu um að ákvörðun er varðaði skyldu Stapa til að hafa samning um rekstur upplýsingakerfa við hýsingaraðila þannig úr garði gerðan, að hann uppfyllti leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2005, um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, yrði felld úr gildi. Krafa Stapa náði einnig til þess að ákvörðun um dagsektir sem FME hafði lagt á, í þeim tilgangi að knýja fram umræddar úrbætur, yrði felld úr gildi.   Dóm héraðsdóms má nálgast hér

Lesa meira

12.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Reglurnar voru samþykktar af stjórn FME 10. júní sl. og birtust í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 4. júlí. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

10.7.2013 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit sitt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Lífeyriskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Lífeyrissjóðirnir eru stórir í efnahagslegu tilliti en umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu þeirra. Til að draga megi úr halla í lífeyriskerfinu þyrfti að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur, eins og komið hefur til tals og verið er að gera í mörgum af okkar nágrannalöndum. Þá hefur, fram að þessu, tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dregið úr vilja til lífeyrissparnaðar. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Lesa meira
Síða 32 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica