Fréttir


Fréttir (Síða 35)

Fyrirsagnalisti

22.2.2013 : Starfsleyfi MP banka aukið

Fjármálaeftirlitið samþykkti  þann 14. febrúar 2013, beiðni MP banka hf. um aukið starfsleyfi og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Hið aukna starfsleyfi fólst í heimild bankans til að stunda fjármögnunarleigu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002. Lesa meira

21.2.2013 : Drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2013 varðandi drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Umræðuskjalið er sent umsagnaraðilum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 13. mars nk. Skjalið er einnig birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

14.2.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu

  Fjármálaeftirlitið hélt í dag blaðamannafund í tilefni þess að stofnunin hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu. Á fundinum fóru Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins meðal annars yfir fjölda mála sem voru rannsökuð, hve mörg voru kærð til embættis sérstaks saksóknara, hve mörgum var vísað þangað og hve mörgum var lokað án frekari aðgerða.

Lesa meira

5.2.2013 : Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf. til Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 18. janúar sl. yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf., kt. 640507-0390 , til Íslandsbanka hf. , kt.491008-0160 , samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital hf., Framtíðarauði. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Lesa meira

1.2.2013 : Nýjar reglur um viðbótareiginfjárliði

Samkvæmt 10. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ákveða í reglum að aðrir liðir en þeir sem greindir eru í 5.-7. mgr. ákvæðisins teljist með eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Á grundvelli þessa ákvæðis voru eldri reglur um viðbótareiginfjárliði nr. 156/2005 settar og tóku þær gildi þann 26. janúar 2005. Lesa meira

30.1.2013 : Námskeið um útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar

Fjármálaeftirlitið efndi til námskeiðs í flokkun fjárfestinga og útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar hinn 22. janúar síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Karen Íris Bragadóttir  og Arnar Jón Sigurgeirsson sem bæði eru sérfræðingar í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu. Námskeiðið var vel sótt.

Lesa meira

29.1.2013 : Umræðuskjal - drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2013 sem er drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins. Umræðuskjalið hefur verið sent umsagnaraðilum. Hægt er að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 19. febrúar næstkomandi. Skjalið er birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

25.1.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir fjármálastjóra

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum einstaklingi í nýtt starf fjármálastjóra. Fjármálastjóri mun bera ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð ásamt því að stýra fjármálateymi innan rekstrarsviðs. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra. Auglýsinguna má sjá hér. Lesa meira

16.1.2013 : Námskeiði frestað

Vegna veikinda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins verður því miður að fresta fyrirhuguðu námskeiði í útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar, sem fara átti fram á morgun 17. janúar milli kl. 14:00 og 16:00. Lesa meira

11.1.2013 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2013  um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar.

Lesa meira

10.1.2013 : Árétting vegna athugasemda í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins

Vegna athugasemda Stafa lífeyrissjóðs og fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um athugun Fjármálaeftirlitsins á tilteknum þáttum í starfsemi lífeyrissjóðsins, vill Fjármálaeftirlitið leiðrétta rangfærslur og misskilning samanber eftirfarandi:

Lesa meira

20.12.2012 : Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins lokuð á aðfangadag og gamlársdag

Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag. Skiptiborðið verður opið milli kl. 9 og 12 báða dagana. Sími Fjármálaeftirlitsins er: 520 3700. Lesa meira

20.12.2012 : Sömu kröfur eru gerðar um hæfi stjórnarmanna og varamanna í stjórn

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem nýlega var vikið frá störfum á grundvelli ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, var ekki hættur sem stjórnarmaður. Viðkomandi hafði hætt sem aðalmaður í stjórn, en sat hins vegar áfram sem varamaður.

Lesa meira

19.12.2012 : Fjórða tölublað Fjármála komið út

Fjórða tölublað, Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

18.12.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Með vísan til 6. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 14. desember 2012, Öldu sjóðum hf., kt. 560409-0790, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

14.12.2012 : Námskeið um sundurliðun fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar

Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði sem ætlað er fyrir lífeyrissjóði og aðra vörsluaðila séreignasparnaðar. Lesa meira

14.12.2012 : Nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja ásamt leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins um framkvæmd reglnanna

Þann 7. desember sl. voru nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja nr. 1050/2012 birtar á vef Stjórnartíðinda. Samhliða birtingu reglnanna hefur Fjármálaeftirlitið gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna. Lesa meira

14.12.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu lífeyrissjóða og vörsluaðila

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út breytt umræðuskjal nr. 4/2012  og umræðuskjal nr. 14/2012 sem bæði fjalla um áhættustýringu. Hið breytta umræðuskjal nr. 4/2012 eru drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar. Umræðuskjal nr. 14/2012 er drög að endurútgefnum leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingardeilda lífeyrissjóða. Hægt er að sjá umræðuskjal nr. 4/2012 hér og umræðuskjal nr. 14/2012 er hér. Lesa meira

14.12.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið setur samkvæmt lögum reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Á árinu hefur Fjármálaeftirlitið unnið að endurskoðun núgildandi reglna um stórar áhættuskuldbindingar með hliðsjón af þeim breytingum sem innleiðing tilskipunar 2009/111/EB hefur á efni reglnanna. Lesa meira

13.12.2012 : Túlkun varðandi áhættuvog útlána með veði í íbúðar- og viðskiptahúsnæði

Fjármálaeftirlitið sendi fjármálafyrirtækjum dreifibréf, dags. 23. janúar 2012, um túlkun á því hvenær heimilt væri að nota annars vegar 35% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í  fullbúnu íbúðarhúsnæði og hins vegar 50% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í viðskiptahúsnæði. Fjármálaeftirlitið hefur nú ákveðið að birta fyrrnefndar túlkanir með smávægilegum breytingum sem snúa að byggingar- og matsstigi íbúðarhúsnæðis. Lesa meira
Síða 35 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica