Fréttir


Fréttir (Síða 34)

Fyrirsagnalisti

27.5.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:
Lesa meira

17.5.2013 : EIOPA auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja skipa hagsmunahópa á sviði vátrygginga og starfstengdra eftirlaunasjóða

Eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar og starfstengdra eftirlaunasjóða á evrópska efnahagssvæðinu (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sæti í öðrum hvorum af tveimur hagsmunahópum EIOPA, Hagsmunahóp vátryggingamála (e. Insurance and Reinsurance Stakeholder Group, IRSG) og Hagsmunahóp starfstengdra eftirlaunasjóða (e. Occupational Pensions Stakeholder Group, OPSG) þar sem umboð þeirra rennur út síðar á þessu ári.
Lesa meira

17.5.2013 : Staða prófmála vegna gengislána

Fjármálaeftirlitinu hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna og ábendinga vegna úrvinnslu mála sem tengjast svonefndum gengislánum og hefur stofnunin unnið úr þeim í samræmi við  verklagsreglursínar vegna slíkra erinda. Í ljósi þessa telur Fjármálaeftirlitið rétt að greina stuttlega frá stöðu þessara mála.
Lesa meira

16.5.2013 : Fræðslufundur fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið mun standa fyrir fræðslufundi fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði hinn 30. maí næstkomandi í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

14.5.2013 : Mikilvægt er að fjárfestar kynni sér regluverk um hlutafjárútboð

Nokkuð hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að undanförnu að fjárfestar geri hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við. Ástæðan sé sú að þeir geri ráð fyrir umtalsverðri skerðingu og fari þessa leið  til að auka hlut sinn. Fjármálaeftirlitið telur mögulegt að slík  hegðun eigi þátt í þeirri miklu umframeftirspurn sem verið hefur í hlutafjárútboðum að undanförnu.
Lesa meira

13.5.2013 : Negotium afsalar sér starfsleyfi sínu

Negotium hf., kt. 490709-0880, hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitsskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi. Með vísan til framangreinds hefur Fjármálaeftirlitið fallist á afsal starfsleyfis og miðast niðurfelling starfsleyfis þess við 6. maí 2013. Lesa meira

6.5.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landsbankanum hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Hinn 29. apríl sl. veitti Fjármálaeftirlitið Landsbankanum hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf.
Lesa meira

3.5.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 334/2013 um útreikning á aðlöguðu gjaldþoli vátryggingafélaga. Reglurnar voru birtar í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 17. apríl sl.
Lesa meira

26.4.2013 : Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni

Fjármálaeftirlitið efndi til fræðslufundar um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni 23. apríl síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Inga Dröfn Benediktsdóttir og Harald Björnsson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins. Fundinn sóttu aðilar frá Seðlabankanum, Íbúðalánasjóði, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og fleiri stofnunum stjórnsýslunnar. Á fundinum var fjallað um reglur Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd reglnanna og snertifleti þeirra við starfsmenn og starfsemi stjórnvalda.
Lesa meira

24.4.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla skaðatryggingastofns frá Assicurazioni Generali s.p.a. og  Alleanza Taro s.p.a. til Ina Assitalia s.p.a. Lesa meira

19.4.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir aðstoðarforstjóra

Fjármálaeftirlitið auglýsir nú  eftir aðstoðarforstjóra til að koma að uppbyggingu eftirlitsins og vera leiðandi, ásamt forstjóra, í starfi Fjármálaeftirlitsins varðandi fjármálastöðugleika og við stefnumörkun almenns eftirlits á fjármálamarkaði.  Starfið er nýtt í núverandi skipulagi og er aðstoðarforstjóri staðgengill forstjóra í hans fjarveru. Lesa meira

18.4.2013 : Skuldsett hlutabréfakaup eru áhættusöm

Í kjölfar fréttar um vaxandi ásókn fjárfesta í skuldsett hlutabréfakaup sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. apríl vill Fjármálaeftirlitið vekja sérstaka athygli almennra fjárfesta á þeirri áhættu sem fylgir slíkum viðskiptum.
Lesa meira

16.4.2013 : Fjármálaeftirlitið sendir lánastofnunum tilmæli vegna endurútreiknings gengislána

Fjármálaeftirlitið hefur sent tilmæli til lánastofnana, slitastjórna fjármálafyrirtækja og dótturfélaga þeirra. Tilefnið er endurreikningur, í annað sinn, á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla. Lánastofnanir munu að undanförnu hafa sent hluta lántakenda bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán. Þau muni því ekki verða endurreiknuð frekar.
Lesa meira

9.4.2013 : EIOPA birtir drög að tilmælum um undirbúning vegna Solvency II

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA), hefur sent til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um undirbúning vegna tilskipunar 2009/138/EB (Solvency II tilskipunin) um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga. Lesa meira

26.3.2013 : Dómur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu um umframeftirlitsgjald vegna mats á hæfi stjórnarmanna Stapa.

Niðurstaða dómsins var að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um umframeftirlitsgjald var felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið skoðar nú forsendur niðurstöðunnar og metur framhaldið. Lesa meira

25.3.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði  sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

15.3.2013 : Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, en lögin sem sjá má hér taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Lesa meira

12.3.2013 : ESMA og EBA vara við viðskiptum með CFD fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. Má sjá þær á vefsíðunni: http://www.plus500.is/
Lesa meira

1.3.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

1.3.2013 : Reglur um framkvæmd hæfismats hjá lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hefur sett tvennar nýjar reglur um framkvæmd hæfismats. Annars vegar er um að ræða reglur nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða og hins vegar reglur nr. 181/2013 um framkvæmd hæfismats forstjóra og stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs. Lesa meira
Síða 34 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica