Fréttir


Fréttir (Síða 7)

Fyrirsagnalisti

5.11.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta líftryggingastofns frá Standard Life Assurance Limited til Standard Life International DAC. Fyrirhuguð yfirfærsla eru í samræmi við tilkynningu dags. 30. október 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

23.10.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja

Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja fór fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins þann 17. október sl. Kynningin var vel sótt og mættu yfir 100 starfsmenn og stjórnarmenn fjármálafyrirtækja. Hrafnhildur S. Mooney, sérfræðingur í stjórnarháttum, kynnti nýjar viðmiðunarreglur EBA um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og Berglind Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, kynnti nýjar viðmiðunarreglur EBA/ESMA um mat á hæfi stjórnar, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna fjármálafyrirtækja

Lesa meira

23.10.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá Aviva Life And Pensions UK Limited til Friends First Life Assurance Designated Activity Company. Fyrirhuguð yfirfærsla eru í samræmi við tilkynningu dags. 16. október 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

15.10.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja 17. október nk.

Á miðvikudaginn 17. október kl. 8:30-10:00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti og sameiginlegum viðmiðunarreglum ESMA og EBA um mat á hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3. hæð.

Lesa meira

11.10.2018 : Vinna hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið

Vinna er hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og hefur frétt þess efnis verið birt á vef forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í fréttinni kemur fram að ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hafi ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. 

Lesa meira

9.10.2018 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 5. október 2018.

Lesa meira

4.10.2018 : Innheimturáðgjöf ehf. hefur afsalað innheimtuleyfi sínu

Innheimturáðgjöf ehf., kt. 460410-0450, hefur afsalað innheimtuleyfi sínu, sbr. b-lið 1. mgr. 17. gr. a innheimtulaga nr. 95/2008. Fjármálaeftirlitið staðfesti afsal innheimtuleyfis Innheimturáðgjafar ehf. þann 12. september 2018. Í samræmi við framangreint verður tilkynning um afsal starfsleyfis Innheimturáðgjafar ehf. birt í Lögbirtingarblaði.

Lesa meira

4.10.2018 : Olaf Forberg hefur lagt inn starfsleyfi sitt til miðlunar vátrygginga

Olaf Forberg  hefur lagt inn starfsleyfi sitt til miðlunar vátrygginga, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Fjármálaeftirlitið staðfesti innlögn starfsleyfis Olaf Forberg þann 12. september 2018.  Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Olaf út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um innlögn starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

1.10.2018 : Áhrif gildistöku EMIR reglugerðarinnar á Íslandi

Í dag taka gildi lög nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár. Þar með öðlast reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár gildi. Sú reglugerð hefur einnig verið kölluð „European Market Infrastructure Regulation“ eða „EMIR“ 

Lesa meira

1.10.2018 : Annað tölublað Fjármála 2018 komið út

Annað tölublað Fjármála 2018 er komið út og er blaðið óvenju efnismikið að þessu sinni. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, skrifar greinina: Áratugur frá hruni – Umbætur í starfi Fjármálaeftirlitsins og verkefnin framundan, Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu fjallar um uppgjör lífeyrissjóða og áskoranir. Þeir Guðmundur Örn Jónsson og Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingar í áhættugreiningu, skrifa greinina Basel III: Lokaskrefin í nýjum staðli. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, um PSD2 og tæknistaðlana sem varða framtíðina. Loks skrifar Bjarni Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um hvort hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta hafi breyst á síðustu árum.

Lesa meira

20.9.2018 : Fjármálaeftirlitið veitir Aur app ehf. innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Aur app ehf., kt. 570715-0620, þann 14. september 2018 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Lesa meira

19.9.2018 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 6/2018 um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Lesa meira

19.9.2018 : Afturköllun starfsleyfis Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur afturkallað starfsleyfi Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, á grundvelli þess að starfsemi hefur verið hætt í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 34. gr. laganna. Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Guðmund út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um afturköllun starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

11.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá QBE Insurance (Europe) Limited og yfirfærslu vátryggingastofns frá QBE Re (Europe) Limited til QBE Europe SA/NV. Fyrirhugaðar yfirfærslur eru í samræmi við tilkynningu dags. 10. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

10.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Fidelis Underwriting Ltd til Fidelis Risk Ireland DAC. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 7. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

6.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Admiral Insurance Company Limited til Admiral Europe Compania de Seguros S.A. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 5. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

5.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Aviva Insurance Limited til Aviva Insurance Ireland Designated Activity Company. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 4. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

3.9.2018 : Fjármálaeftirlitið skráir Skiptimynt ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla

Fjármálaeftirlitið skráði Skiptimynt ehf., kt. 481014-0500, Engjateigi 3, 105 Reykjavík, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 31. ágúst 2018, skv. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 4. gr. laga nr. 91/2018  og reglur nr. 670/2018.

Lesa meira

28.8.2018 : Uppfærð túlkun Fjármálaeftirlitsins vegna markaðssetningar, dreifingar og sölu á tvíundar valréttum og mismunasamningum

Fjármálaeftirlitið birti  hinn 5. júlí síðastliðinn túlkun um markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundar valréttum og mismunasamningum. Í túlkuninni var vísað til ráðstöfunar Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) frá 27. mars 2018. ESMA hefur nú tekið ákvörðun um að framlengja gildistíma ráðstöfunar stofnunarinnar, en samhliða því ákveðið að undanskilja tilteknar tegundir tvíundar valrétta frá banni stofnunarinnar. Nánari upplýsingar um ákvörðun ESMA er að finna hér.

Lesa meira

27.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofna

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofna frá Endurance Worldwide Insurance Limited og Sompo Japan Nipponkoa Insurance Company of Europe Limited til SI Insurance (Europe), SA. Fyrirhugaðar yfirfærslur eru í samræmi við tilkynningu dags. 24. ágúst 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira
Síða 7 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica