Fréttir


Fréttir (Síða 8)

Fyrirsagnalisti

21.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá CNA Insurance Company Limited til CNA Insurance Company (Europe) S.A. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 20. ágúst 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

21.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Hiscox Insurance Company Limited til Hiscox S.A. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 14. ágúst 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

20.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Royal & Sun Alliance plc til RSA Luxembourg. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 8. ágúst 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

20.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu líftryggingastofns frá Abbey Life Assurance Co Limited til Phoenix Life Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 25. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

17.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta líftryggingastofns frá Mobius Life Limited til Scottish Friendly Assurance Society Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 26. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

17.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofna

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofna frá Tokio Marine Kiln Insurance Limited og HCC International Insurance Company Plc til Tokio Marine Europe SA. Fyrirhugaðar yfirfærslur eru í samræmi við tilkynningu dags. 25. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

16.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá QBE Insurance (Europe) Limited til Reliance National Insurance Company (Europe) Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 24. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

15.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofna.

Hér með tilkynnist um yfirfærslu líftryggingastofna frá Financial Assurance Company Limited og Financial Insurance Company Limited til AXA France Vie. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 23. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

15.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns.

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá Financial Insurance Company Limited til AXA France IARD. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 23. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

14.8.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns.

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Prudential Assurance Company Ltd til Prudential International Assurance PLC. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 13. júlí 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

24.7.2018 : Íslenskir bankar í fyrsta sinn með í yfirliti EBA um áhættuvísa í starfsemi evrópskra banka

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (European Banking Authority, EBA) hefur frá 2013 ársfjórðungslega gefið út yfirlit um fjölmarga áhættuvísa í starfsemi evrópskra banka (EBA Risk Dashboard). Vegna lagalegra og tæknilegra ástæðna hófust gagnaskil frá Fjármálaeftirlitinu til EBA ekki fyrr en að loknum fjórða ársfjórðungi 2017. Íslensku bankarnir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru því í fyrsta sinn með í yfirliti EBA sem byggist á tölum fyrsta ársfjórðungs 2018. (http://www.eba.europa.eu/risk-analysis-and-data/risk-dashboard).

Lesa meira

16.7.2018 : Persónuverndaryfirlýsing Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur birt persónuverndaryfirlýsingu á vef sínum og tilnefnt persónu­verndarfulltrúa. Í persónuverndaryfirlýsingunni er gerð grein fyrir stöðu Fjármála­eftirlitsins sem ábyrgðaraðila og vinnsluaðila og hvernig vinnslu persónuupplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu er háttað. Þar kemur fram að Fjármála­eftirlitið vinnur fyrst og fremst með ópersónugreinanlegar upplýsingar tengdar fyrir­tækjum í fjármálastarfsemi.  Að því marki sem Fjármálaeftirlitið vinnur með persónu­upplýsingar er tilgangur þeirrar vinnslu einkum að sinna lögbundnu eftirlitshlutverki. Fjármála­eftirlitið starfar í samræmi við lög nr. 77/2017 um opinber skjalasöfn og varðveitir persónu­upplýsingar í sam­ræmi við ákvæði laganna. Fjármálaeftirlitið afhendir einungis persónu­upplýsingar þegar skýr laga­skylda kveður á um slíkt eða á grundvelli samþykkis. Rík þagnarskylda gildir um starfsemi Fjármála­eftirlitsins og er örugg vinnsla persónuupplýsinga órjúfanlegur þáttur í starfsemi eftirlitsins. Þá er í persónuverndaryfirlýsingunni fjallað um rétt til aðgangs að persónu­upplýs­ingum og með hvaða hætti einstaklingar geti óskað eftir aðgengi að upplýsingum um sig sjálfa.

Lesa meira

16.7.2018 : Sala vátryggingatengdra fjárfestingarafurða NOVIS Insurance Company Inc.

Fjármálaeftirlitið sendi frá sér ábendingu vegna tiltekinna vátryggingatengdra fjárfestingarafurða (Söfnunarlíftrygginga o.fl.) á vefsíðu sinni þann 19. júní sl.: https://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/abendingar-vegna-kaupa-a-vatryggingatengdum-fjarfestingaafurdum-sofnunarliftryggingum.

Lesa meira

6.7.2018 : Þjónustuveitendum með sýndarfé, rafeyri, gjaldmiðla og stafræn veski skylt að skrá sig fyrir lok júlímánaðar

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á lögum nr. 91/2018 um breytingu á lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tóku gildi 29. júní sl. þess efnis að þjónustuveitendur sem nú þegar bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja skuli óska eftir skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en einum mánuði frá gildistöku laganna. Þeim sem veita ofangreind þjónustu ber með öðrum orðum að óska eftir skráningu fyrir lok júlímánaðar 2018.  Fjármálaeftirlitið skal taka afstöðu til skráningarinnar innan 30 daga eftir að umsókn berst.

Lesa meira

5.7.2018 : Túlkun Fjármálaeftirlitsins vegna markaðssetningar, dreifingar og sölu á tvíundar valréttum og mismunasamningum

Fjármálaeftirlitið telur að markaðssetning, dreifing og sala á tvíundar valréttum og mismunasamningum sem ráðstöfun Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) frá 27. mars 2018 nær yfir sé andstæð eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum og venjum í verðbréfaviðskiptum skv. 5. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.   Ráðstöfun ESMA, sem byggir á heimildum í 40. gr. reglugerðar ESB nr. 600/2014 (MiFIR) sem hefur enn ekki verið innleidd á Íslandi, var gerð í ljósi þess að umræddir fjármálagerningar eru áhættusamir, hafa hátt flækjustig og hafa orðið til þess að fjárfestar hafa tapað umtalsverðum fjármunum. 

Lesa meira

29.6.2018 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 26. júní 2018.

Lesa meira

27.6.2018 : Ný þjónustugátt

þjónustugátt hefur verið opnuð hér á vef Fjármálaeftirlitsins. Í þessari fyrstu útgáfu verður hægt að taka rafrænt við upplýsingum í tengslum við mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila en ætlunin er að bjóða í framtíðinni upp á rafrænar innsendingar á öllum eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum til Fjármálaeftirlitsins. Þjónustugáttin  hefur það hlutverk að bæta þjónustu og aðgengi að Fjármálaeftirlitinu og auka öryggi gagna.

Lesa meira

25.6.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá Assured Guaranty (London) plc og Assured Guaranty (UK) plc til Assured Guaranty (Europe) plc. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 20. júní 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

19.6.2018 : Ábendingar vegna kaupa á vátryggingatengdum fjárfestingaafurðum (Söfnunarlíftryggingum o.fl.)

Fjármálaeftirlitið telur að tilefni sé til að vekja athygli á nokkrum atriðum vegna kaupa á vátryggingatengdum fjárfestingaafurðum, svo sem fjárfestingu í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu í tengslum við söfnunarlíftryggingar. Mikilvægt er að neytendur kynni sér ítarlega þá afurð sem til skoðunar er að kaupa, þar með talinn allan kostnað og þá áhættu sem í kaupunum felst. Sérstaklega skal litið til eftirfarandi atriða áður en viðskipti fara fram:

Lesa meira

19.6.2018 : Staða lífeyrissjóðanna við árslok 2017

Fjármálaeftirlitið hefur birt  samantekt um stöðu lífeyrissparnaðar, samtryggingar og séreignar við árslok 2017. Efnið er unnið úr þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist frá lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar. 

Lesa meira
Síða 8 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica