Fréttir


Fréttir (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

15.6.2018 : Lagfæringu lokið

Sagt var frá því í frétt fyrr í dag að innherjalistar birtust ekki rétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og að unnið væri að lagfæringu. Þessari lagfæringu er nú lokið og hægt er að nálgast listana.

Lesa meira

15.6.2018 : Innherjalistar birtast ekki rétt

Vegna breytinga í gagnagrunnum Fjármálaeftirlitsins birtast innherjalistar ekki rétt á síðunni: https://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/utgefendur-verdbrefa/fruminnherjar/

Lesa meira

13.6.2018 : Skýrsla um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt skýrslu og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um Endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. á vef sínum. Þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshópinn hinn 24. ágúst 2017 og var verkefni hans að endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, sem tengjast eftirliti með markaðnum.

Lesa meira

13.6.2018 : Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar drög að reglum um skráningu þjónustuveitenda sem bjóða upp á stafræn veski og viðskipti með sýndarfé

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2018 um drög að reglum um gjaldeyrisskiptastöðvar, peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja.

Lesa meira

8.6.2018 : Hver ber ábyrgð á hæfi stjórnarmanna?

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um hæfi tiltekinna stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila vill Fjármálaeftirlitið árétta að það er fyrst og fremst á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að tryggja að framkvæmdastjóri og stjórnarmenn uppfylli á hverjum tíma kröfur laga og reglna um hæfi og hæfni. Fyrirtækjunum og/eða aðilunum sjálfum ber jafnframt að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það ef breytingar verða á áður veittum upplýsingum sem geta haft áhrif á hæfi og hæfni framangreindra aðila. 

Lesa meira

6.6.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu vátryggingastofns frá The Solicitors Indemnity Mutual Insurance Association Limited til R&Q Gamma Company Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 1. júní 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

4.6.2018 : Samruni Öldu sjóða hf. við Júpíter rekstrarfélag hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. maí 2018 samruna Öldu sjóða hf. við Júpíter rekstrarfélag hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Júpíter rekstrarfélag hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Öldu sjóða hf. og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni Júpíter rekstrarfélags hf.

Lesa meira

4.6.2018 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2017

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2017 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir). Enn fremur hjá verðbréfafyrirtækjum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt er þar að finna nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

28.5.2018 : Afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 25. maí 2018, afturkallað staðfestingu fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Alda sjóðir hf., kt. 560409-0790, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Lesa meira

24.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

17.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns:

Lesa meira

16.5.2018 : Danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta

Þann 8. maí síðastliðinn upplýsti danska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, að  danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. 

Lesa meira

15.5.2018 : Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tók í dag ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

15.5.2018 : Tilkynning um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

14.5.2018 : Samþykki fyrir skiptingu Íslenskra fjárfesta hf. í tvö félög

Hinn 9. maí 2018 samþykkti Fjármálaeftirlitið skiptingu Íslenskra fjárfesta hf., kt. 451294-2029, í tvö félög á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Með skiptingunni flytjast tilteknar eignir og skuldir sem eru ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja frá verðbréfafyrirtækinu til KJO ehf., kt. 510418-3520, sem mun ekki stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Miðast skiptingin við 30. september 2017.

Lesa meira

8.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 – vefútsending

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn í dag 8. maí klukkan 15:00 í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík. Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu hér á vef Fjármálaeftirlitsins og verður upptaka aðgengileg að fundi loknum.

Lesa meira

7.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun, 8. maí, klukkan þrjú síðdegis í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Lesa meira

2.5.2018 : Umsagnarferli hjá EIOPA vegna fyrirhugaðrar uppfærslu og breytinga á gagnaskilatæknistöðlum lýkur þann 11.maí nk.

Fjármálaeftirlitið  vekur athygli markaðsaðila á því að nú stendur yfir umsagnarferli hjá Evrópsku vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnuninni (EIOPA) vegna fyrirhugaðrar uppfærslu gagnaskilatæknistaðla. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu EIOPA í lok síðasta mánaðar er óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II.

Lesa meira

30.4.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns:

Lesa meira

25.4.2018 : Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi hinn 24. apríl 2018 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi Fossa markaða hf. nær nú einnig til ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál og ráðgjafar og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim, sbr. c-lið 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002.

Lesa meira
Síða 9 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica