Fréttir


Fréttir (Síða 13)

Fyrirsagnalisti

1.9.2017 : Upplýsingar um áhættusöm ríki

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 23. júní 2017.

Lesa meira

17.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla vátryggingastofns frá KX Reinsurance Company Limited og OX Reinsurance Company Limited til Catalina London Limited. Lesa meira

16.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla líftryggingastofns frá AXA Wealth Limited til Phoenix Life Limited. Lesa meira

14.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla vátryggingastofns frá ERV Försäkringsaktiebolag (publ) til Europaeiske Rejseforsikring A/S. Lesa meira

11.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla líftryggingastofns frá Friends Life Limited og Friends Life and Pensions Limited og hluta líftryggingastofns Aviva Investors Pensions Limited til Aviva Life and Pensions UK Limted og Aviva Pension Trustees UK Limited. Lesa meira

11.8.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 

Yfirfærsla vátryggingastofns frá Congregational and General Insurance Company Plc til International Insurance Company of Hannover SE. Lesa meira

9.8.2017 : Uppfærð áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018

Fjármálaeftirlitið hefur uppfært áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018 og birt á vef sínum. Um er að ræða nokkra breytingu frá fyrri áætlun, fyrst og fremst vegna breytts verklags Fjármálaeftirlitsins í tengslum við viðmiðunarreglur (e. guidelines) Evrópsku eftirlitsstofnananna á fjármálamarkaði. Í stað þess að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna viðmiðunarreglna, mun Fjármálaeftirlitið eftirleiðis starfa eftir viðmiðunarreglum beint og upplýsa um þær viðmiðunarreglur sem unnið er eftir með útsendingu dreifibréfa og birtingu viðmiðunarreglna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Fyrirhugað er að halda kynningar fyrir eftirlitsskylda aðila vegna þessarar breyttu framkvæmdar í september og október nk. Kynningar verða haldnar fyrir hvern markað fyrir sig, þ.e. fyrir fjármálafyrirtæki vegna viðmiðunarreglna EBA, fyrir vátryggingafélög vegna viðmiðunarreglna EIOPA og fyrir fjármálafyrirtæki, Kauphöll og útgefendur skráðra verðbréfa vegna viðmiðunarreglna ESMA.

Lesa meira

27.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta fjármálafyrirtækja skv. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta vátryggingafélaga skv. 9. og 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

21.7.2017 : Svar við bréfi ASÍ og SA um tilgreindan séreignarsparnað

Fjármálaeftirlitið hefur svarað sameiginlegu bréfi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna tilgreindar séreignar nokkurra lífeyrissjóða frá 19. júlí síðastliðnum

Lesa meira

20.7.2017 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016.

Lesa meira

10.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og vegna CRR tæknistaðla

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö umræðuskjöl, nr. 9 - 15/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og drög að reglum til að innleiða tæknilega staðla sem fylgja reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (CRR reglugerðinni), sbr. reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. Skjölin eru birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

7.7.2017 : Fjármálaeftirlitið ítrekar að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráða sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður

Um síðastliðin mánaðamót tóku sem kunnugt er gildi breytingar á samþykktum hjá talsverðum fjölda lífeyrissjóða þar sem þeim var heimilað að taka á móti svokallaðri tilgreindri séreign í samræmi við kjarasamning milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóða ákvað Fjármálaeftirlitið að senda lífeyrissjóðum dreifibréf þar sem ítrekað er að  þeir sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður.

Lesa meira

6.7.2017 : Samsteyptar útgáfur nokkurra EES gerða á sviði fjármálaþjónustu

EFTA skrifstofan í Brussel hefur útbúið samsteyptar útgáfur á ensku af nokkrum EES gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem eru nú aðgengilegar á heimasíðu EFTA. Í útgáfunum hefur aðlögunartexti úr ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar verið færður inn í texta gerðanna til hægðarauka fyrir notendur. 

Lesa meira

29.6.2017 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Hinn 28. júní 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 20. júní 2017.

Lesa meira

28.6.2017 : Reglugerð um skortsölu tekur gildi 1. júlí 2017

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð Evrópusambandsins nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið innleidd í íslensk lög. Lög nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

27.6.2017 : Fréttatilkynning EIOPA um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA)

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á fréttatilkynningu Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA). Fjármálaeftirlitið hvetur vátryggingafélög til að kynna sér niðurstöður EIOPA.

Lesa meira

26.6.2017 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn þriðjudaginn 20. júní í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

23.6.2017 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2016

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með  heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2016 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru upplýsingar um Íbúðalánasjóð, greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

21.6.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Adix ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf.

Hinn 8. júní 2017 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Adix ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf., sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Lesa meira

21.6.2017 : Breytingar á lífeyrissjóðalögum - spurt og svarað

Þann 1. júlí nk. munu taka gildi lög nr. 113/2016, um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir)

Lesa meira
Síða 13 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica