Fréttir


Fréttir (Síða 12)

Fyrirsagnalisti

22.11.2017 : Upplýsingar frá FATF um áhættusöm ríki

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 3. nóvember sl. 

Lesa meira

22.11.2017 : Breyting á álagningu dagsekta vegna reglubundinna gagnaskila

Hinn 1. janúar 2018 verður breyting á framkvæmd Fjármálaeftirlitsins við álagningu dagsekta á eftirlitsskylda aðila vegna dráttar á reglubundnum gagnaskilum. Fjárhæðir dagsekta munu frá þeim tíma taka mið af stærð og fjárhagslegum styrkleika viðkomandi og nema frá 25.000 krónur til 100.000 krónum á dag. 

Lesa meira

20.11.2017 : Umræðuskjal um uppfærð viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal sem inniheldur drög að uppfærðum viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum (SREP). Skjalið er nr.16/2017 og er að finna undir umræðuskjöl á vef Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

16.11.2017 : Er FME að blása út?

Í Ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kom út í síðustu viku er meðal annars fjallað um aukinn eftirlitskostnað og gerð tilraun til að setja hann í samhengi við umfang fjármálakerfisins. Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var svo vísað til umfjöllunar SFF undir fyrirsögninni „Blæs út“. Því miður er samanburður SFF rangur og villandi, og af því leiðir að frétt Fréttablaðsins er einnig röng.

Lesa meira

13.11.2017 : Samruni Kviku banka hf. og Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 10. nóvember 2017 samruna Kviku banka hf. við Virðingu hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kvika banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Virðingar hf. og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni Kviku banka hf.. Samruninn tekur gildi frá og með 18. nóvember 2017. 

Lesa meira

8.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið könnunar- og matsferli hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálafyrirtæki skal búa yfir tryggu eftirlitskerfi með áhættuþáttum í starfsemi sinni og meðhöndla þá með viðunandi hætti. Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálafyrirtæki skal gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir sínu innra mati þegar eftir því er óskað í svonefndri ICAAP/ILAAP-skýrslu (e. Internal Capital and Liquidity Adequacy Assessment Process).

Lesa meira

8.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf.

Hinn 1. nóvember sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf. sem næmi allt að 50%, skv. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu.  

Lesa meira

6.11.2017 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 924/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 3. nóvember 2017. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017.

Lesa meira

3.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf.

Hinn 15. október sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf. sem næmi 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  

Lesa meira

26.10.2017 : Undirbúningsfélag Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. fær starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur veitt Undirbúningsfélagi Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hluthafar félagsins eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki hf., Gildi Lífeyrissjóður, Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Birta lífeyrissjóður, Braml ehf., G60 ehf. og Lagahvoll slf. Félagið mun reka verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör viðskipta með rafrænt skráð bréf. Í því felst m.a. að félagið mun annast pörun viðskipta, framkvæma fyrirmæli vegna uppgjörs, annast staðfestingu viðskipta og önnur atriði sem tengjast ferli við uppgjör verðbréfa.

Lesa meira

17.10.2017 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 9. október 2017.

Lesa meira

12.10.2017 : Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn mánudaginn 9. október í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

2.10.2017 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar skrifar Helena Pálsdóttir, sérfræðingur í áhættugreiningu greinina: Tæknin, internetið og fjármálaþjónusta – Hindranir fyrir FinTech aðila og hlutverk Fjármálaeftirlitsins. Þá skrifar Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, grein um innviðafjárfestingar vátryggingafélaga. Enn fremur er í þessu tölublaði Fjármála viðtal við Ragnar Hafliðason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Fjármáleftirlitsins og sérstakan ráðgjafi forstjóra. Þar lítur Ragnar, sem er nýlega kominn á eftirlaun, meðal annars til baka og rifjar upp þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku fjármálakerfi undanfarin ár og áratugi. Fyrirsögn viðtalsins er: Verði bankaáfall verður alltaf spurt: Hvar var Fjármálaeftirlitið?

Lesa meira

27.9.2017 : Fjármálaeftirlitið opnar þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech)

Fjármálaeftirlitið hefur opnað þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech). Tilgangurinn með opnun þjónustuborðsins er að stuðla að samskiptum við þá aðila sem veita (eða hyggjast veita) þjónustu á þessu sviði í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar. 

Lesa meira

26.9.2017 : LEI kóði – auðkenni lögaðila í verðbréfaviðskiptum

Fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þurfa að ganga úr skugga um að viðskiptavinir sem eru lögaðilar og auðkenna skal með LEI kóða, s.s. verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög, sveitarfélög, stofnanir og félög, hafi slíkan kóða áður en viðskipti með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eru framkvæmd fyrir þeirra hönd frá 3. janúar 2018. 

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Taconic Capital Advisors LP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum í dag að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kaupþing ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Kaupþingi ehf. í dag að það teljist hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

19.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Kviku banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Rekstrarfélagi Virðingar hf., sem nemur 100%, með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald í Virðingu hf.

Lesa meira

15.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Hinn 14. september 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið Attestor Capital LLP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 20%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira
Síða 12 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica