Fréttir


Fréttir (Síða 14)

Fyrirsagnalisti

16.6.2017 : Afturköllun innheimtuleyfis T-9 ehf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi T-9 ehf., kt. 690312-0340, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með vísan til beiðni félagsins þess efnis. 

Lesa meira

16.6.2017 : Staða lífeyrissjóðanna við árslok 2016

Fjármálaeftirlitið hefur birt samantekt um stöðu lífeyrissparnaðar, samtryggingar og séreignar við árslok 2016. Efnið er unnið úr þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist frá lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar.  

Lesa meira

14.6.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni:

Lesa meira

13.6.2017 : Tímabundið bann við gerð samninga um skortsölu með hlutabréf í Liberbank S.A.

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (European Securities and Markets Authority) (ESMA) hefur birt samþykkjandi álit á tímabundnu banni spænska verðbréfamarkaðseftirlitsins Comisión Nacional del Mercado de Valores (CNMV) við gerð samninga um skortsölu eða að taka skortstöður með hlutabréf í Liberbank S.A. á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Bannið tók gildi fyrir opnun markaða 12. júní 2017 og gildir í einn mánuð. 

Lesa meira

13.6.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fimm reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar. Reglurnar byggja á ákvæðum CRR, þ.e. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt með setningu reglugerðar um varfærniskröfur um starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. 

Lesa meira

29.5.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:
Yfirfærsla hluta líftryggingastofns frá Scottish Equitable Plc til Legal and General Assurance Society Ltd.

Lesa meira

19.5.2017 : Frumbrot í tengslum við peningaþvætti

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á samantekt peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara um frumbrot í tengslum við peningaþvætti. Auk þess er umfjöllun um efnið að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

4.5.2017 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017 er haldinn í dag 4. maí klukkan 16:00 í sal A&B á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn ávarpa Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

3.5.2017 : Framtíðin lánasjóður hf. skráð sem lánveitandi

Fjármálaeftirlitið hefur skráð Framtíðina lánasjóð hf., kt. 611114-0790, Garðastræti 37, 101 Reykjavík, sem lánveitanda í samræmi við XIII. kafla laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Lesa meira

27.4.2017 : Skýrslugjöf um viðskipti með fjármálagerninga - TRS II tekur við af TRS I

Fjármálaeftirlitið mun taka í notkun nýtt kerfi um áramótin 2017-2018 til að taka á móti tilkynningum um viðskipti með fjármálagerninga, svokallað TRS II kerfi. TRS II kerfið verður tekið í notkun 3.janúar 2018 og er kerfið hluti af innleiðingu nýs regluverks á verðbréfamarkaði.

Lesa meira

26.4.2017 : Tilkynning um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Hinn 26. apríl 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 10. apríl 2017.

Lesa meira

19.4.2017 : Dreifibréf til fjármálafyrirtækja vegna væntanlegra laga um skortsölu fjármálagerninga og tiltekna þætti skuldatrygginga

Fjármálaeftirlitið sendi í dag fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem bent var á að frumvarp til laga um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið lagt fram á Alþingi. Eins og segir í dreifibréfinu er með framlagningu frumvarpsins stefnt að því að reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012 verði innleidd í íslensk lög og samkvæmt frumvarpinu munu lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

11.4.2017 : Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs 2017

Um miðjan mars voru fjármagnshöft losuð því sem næst að fullu á einstaklinga og fyrirtæki. Töluverð óvissa er um áhrif þess á þjóðarbúskapinn en líklegt er að hann verði næmari fyrir breytingum á erlendum fjármálaskilyrðum. Þjóðhagslegar aðstæður hafa í meginatriðum verið fjármálakerfinu hagstæðar undanfarin misseri. Hagvöxtur er mikill og atvinnuleysi er komið vel undir áætlað langtímaatvinnuleysi. Skuldahlutfall heimila og fyrirtækja lækkar enn. Útlánavöxtur hefur verið hóflegur og kjör innlendra aðila á erlendum lánsfjármörkuðum hafa batnað. Erlend staða þjóðarbúsins er hin hagstæðasta í sögu landsins svo langt sem sambærileg gögn ná og einnig tiltölulega hagstæð miðað við önnur þróuð ríki. Afgangur af utanríkisviðskiptum hefur verið óvenjumikill þrátt fyrir gengishækkun krónunnar. Á hinn bóginn gætir vaxandi spennu í hagkerfinu, sem einkum kemur fram á húsnæðis- og vinnumarkaði. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt frá síðasta fundi fjármálastöðugleikaráðs og að raunvirði er það orðið nánast jafn hátt og rétt fyrir fjármálaáfallið haustið 2008. Byggingakostnaður hefur ekki hækkað jafn hratt og húsnæðisverð og því verður sífellt hagstæðara að byggja húsnæði. Hækkandi húsnæðisverð gæti aukið á áhættu í fjármálakerfinu síðar meir. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er þó góður, hvort heldur horft er til eiginfjárhlutfalla eða lausafjárstöðu.

Lesa meira

5.4.2017 : Umræðuskjal um drög að endurskoðuðum reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 7/2017 sem inniheldur drög að endurskoðuðum reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Tilefnið er breyting á lögum um fjármálafyrirtæki sem breytir meðal annars ákvæðum 19. gr. er kveður á um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. 

Lesa meira

5.4.2017 : Umræðuskjal um drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2017 sem inniheldur drög að reglum um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Um er að ræða nýjar reglur sem settar eru með heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

4.4.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu á hluta vátryggingastofns: 

Lesa meira

28.3.2017 : Nýjar reglur og breytt gagnaskil vegna fyrirgreiðslna fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila

Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila, nr. 247/2017, byggðar á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Við gildistöku reglnanna falla úr gildi eldri reglur um sama efni, nr. 162/2011.

Lesa meira

27.3.2017 : Vefritið Fjármál er komið út

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út með fjölbreytilegu efni. Greinin: Hverjir eiga erindi í stjórn lífeyrissjóðs? er skrifuð af þeim Helgu Rut Eysteinsdóttur, lögfræðingi á eftirlitssviði, Hrafnhildi S. Mooney sérfræðingi á greiningarsviði og Maríu Finnsdóttur, sérfræðingi í fjárhagslegu eftirliti.  Þá skrifar Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur á eftirlitssviði, grein sem nefnist FinTech – framtíð fjármálagerninga og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur í áhættugreiningu skrifar grein sem ber yfirskriftina Lífeyriskerfið – Áhætta sjóðfélaga . Ritinu lýkur á ritdómi um bókina Naked Statistics eftir Charles Wheelan en dóminn ritar Jón Ævar Pálmason, forstöðumaður á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

23.3.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira
Síða 14 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica