Fréttir


Fréttir (Síða 15)

Fyrirsagnalisti

20.3.2017 : Vegna fréttar fyrr í dag

Ónákvæmni gætti í frétt Fjármálaeftirlitsins fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30% eignarhlut í Arion banka. Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.

Lesa meira

20.3.2017 : Kaup á eignarhlut í Arion banka

Í tilefni frétta af kaupum á eignarhlut í Arion banka vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

16.3.2017 : Drög að reglum vegna tæknilegra framkvæmdarstaðla sem fylgja Solvency II

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fjögur umræðuskjöl, nr. 3 - 6/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum til að innleiða tæknilega framkvæmdarstaðla sem fylgja Solvency II löggjöf ESB. Reglurnar verða settar með stoð í lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

10.3.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið VÍS hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. Akta sjóðum hf. og Júpíter rekstrarfélagi hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kviku banka hf. sem nemur allt að 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  

Lesa meira

10.3.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:
Yfirfærsla á hluta líftryggingastofns frá Scottish Equitable plc. til Rothesay Life plc.

Lesa meira

6.3.2017 : Engar vísbendingar um upplýsingaleka

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í morgun, vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri er varða Borgun hf. og það verklag sem almennt er farið eftir hjá stofnuninni þegar upp koma hugsanleg refsimál.

Lesa meira

3.3.2017 : Skráning lánveitenda og lánamiðlara

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á gildistöku laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda þann 1. apríl 2017.  Með lögunum er það gert að skilyrði til að mega veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni að aðili hafi verið skráður af Fjármálaeftirlitinu. Hið sama á við um aðila sem vilja stunda miðlun slíkra lána. Þó geta lánastofnanir, Íbúðalánasjóður, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög veitt fasteignalán án undangenginnar skráningar auk þess geta lánastofnanir, og í vissum tilvikum lögmenn og endurskoðendur, stundað lánamiðlun án undangenginnar skráningar.  

Lesa meira

3.3.2017 : Fjármálaeftirlitið birtir áætlun um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2017 – 2018

Til að auka upplýsingagjöf til eftirlitsskyldra aðila mun Fjármálaeftirlitið framvegis taka upp þá nýjung að birta áætlun um setningu reglna og leiðbeinandi tilmæla en áætlunin gildir til næstu tveggja ára. Áætlunin hefur að geyma heiti allra reglna og leiðbeinandi tilmæla sem unnin verða á þessu tímabili, flokkað eftir mörkuðum og með áætlaða tímasetningu um það hvenær viðkomandi verkefni lýkur. Einnig eru í áætluninni stuttar skýringar/athugasemdir til að veita viðbótarupplýsingar um uppruna einstakra verkefna.

Lesa meira

2.3.2017 : Nýjar reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja

Þann 8. febrúar sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýjar reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Reglur nr. 150/2017 voru birtar í Stjórnartíðindum þann 23. febrúar sl. Við gildistöku þeirra féllu úr gildi reglur nr. 887/2012 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

1.3.2017 : Tilkynning um samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 28. febrúar 2017 leyfi fyrir samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf. á grundvelli 35. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

28.2.2017 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 27. febrúar 2017. 

Lesa meira

23.2.2017 : Starfsleyfi vátryggingamiðlara

Fjármálaeftirlitið veitti, þann 21. febrúar 2017, Hákoni Hákonarsyni starfsleyfi sem vátryggingamiðlari skv. 1. tl. 2. mgr. 1. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005. Starfsleyfið er bundið við miðlun frumtrygginga í heild skv. 20. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Lesa meira

16.2.2017 : Verðlagning þjónustu fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið vill koma á framfæri að engin sérstök lög eða reglur eru til um gjaldtöku vegna þjónustu fjármálafyrirtækja. Verðlagning þeirra er, líkt og annarra fyrirtækja, frjáls. 

Lesa meira

7.2.2017 : Áhættumiðað eftirlit kynnt fyrir lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið efndi í dag til kynningarfundar fyrir lífeyrissjóði um áhættumiðað eftirlit sem fjölmargir fulltrúar lífeyrissjóðanna sóttu. Eftir að Rúnar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins, hafði opnað fundinn tók Arnar Jón Sigurgeirsson, sérfræðingur í áhættumiðuðu eftirliti, við og annaðist kynninguna. 

Lesa meira

3.2.2017 : Heimild til flutnings vátryggingastofns

Fjármálaeftirlitið hefur veitt heimild fyrir flutningi vátryggingastofns Varðar líftrygginga hf. til Okkar líftrygginga hf. Heimild til yfirfærslu stofnsins gildir frá og með 1. janúar 2017.

Lesa meira

2.2.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla á hluta líftryggingastofns frá Zurich Assurance Ltd. til Rothesay Life plc.

Lesa meira

27.1.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið BLM Investment ehf. og tengda aðila hæfa til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 27. janúar komist að þeirri niðurstöðu að BLM Investment ehf., kt. 460813-1820, sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf. sem nemur allt að 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, í gegnum eignarhald sitt í móðurfélagi Lýsingar hf, Klakka ehf. Auk þess hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að móðurfélag BLM Investment ehf., Burlington Loan Management DAC. auk tengdra aðila, Deutsche International Finance (Ireland) Limited, Walkers Global Shareholding Services Limited og Davidson Kempner Capital Management LP, séu hæf til að fara með allt að 100% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf.

Lesa meira

25.1.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Birtu lífeyrissjóð hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf.

Hinn 19. janúar 2017 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Birta lífeyrissjóður væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf., sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. 

Lesa meira

23.1.2017 : Tímafrestir við afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut miðast við móttöku fullbúinnar tilkynningar

Í tilefni frétta í Morgunblaðinu og á vef Viðskiptablaðsins um helgina þar sem kveðið er á um að Fjármálaeftirlitið hafi ekki enn afgreitt tilkynningu BLM fjárfestinga ehf. um aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf. og að stofnunin sé komin umfram lögbundinn frest vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

11.1.2017 : Fjármálaeftirlitið veitir Íslandssjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Íslandssjóðum hf. þann 6. janúar sl. aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandssjóðir hf. fengu upphaflega starfsleyfi þann 10. apríl 2006 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Íslandssjóða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda, sem felast í fjárfestingarráðgjöf samkvæmt d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 27.gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira
Síða 15 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica