Fréttir


Fréttir (Síða 45)

Fyrirsagnalisti

21.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Brynju Þorbjörnsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 14. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Brynja Þorbjörnsdóttir, Kalastöðum 2, 301 Akranesi, sé hæf til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

20.1.2011 : Veiting innheimtuleyfis

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Skiptum hf. innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008. Innheimtuleyfi Skipta hf. tekur til frum- og milliinnheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra skv. a. lið 1. mgr. 3. gr. nefndra laga og innheimtu eigin peningakrafna sem aðili hefur keypt í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni skv. 5. gr. sömu laga. Lesa meira

14.1.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Sigurðar Jóns Björnssonar til að fara með virkan eignarhlut í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf.

Hinn 7. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sigurður Jón Björnsson, Hálsaþingi 10, 203 Kópavogi, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut allt að 20 prósentum í Capacent Fjárfestingaráðgjöf hf. Lesa meira

13.1.2011 : Forsendur iðgjalda og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla

Nýverið athugaði Fjármálaeftirlitið (FME) forsendur iðgjaldagrundvallar og framkvæmd nýtrygginga í lögmæltum ökutækjatryggingum vegna bifhjóla hjá öllum skaðatryggingafélögum á íslenskum markaði. Lesa meira

6.1.2011 : Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands gera með sér nýjan og markvissari samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. Markmið samningsins er að stuðla að heilbrigðu, virku og öruggu fjármálakerfi í landinu, þar með talið greiðslu- og uppgjörskerfum.

Lesa meira

29.12.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá AXA General Insurance Limited, AXA Insurance plc. og The Royal Exchange Assurance til AXA Insurance UK plc. Lesa meira

22.12.2010 : Afgreiðsla FME lokuð á aðfangadag og gamlársdag

Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag. Skiptiborðið verður opið frá kl. 9-12 báða dagana. Sími Fjármálaeftirlitsins er: 520 3700. Lesa meira

16.12.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir T Plús hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt T Plús hf., kt. 531009-1180, Strandgötu 3, 600 Akureyri, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

29.11.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Phoenix & London Assurance Limited til Phoenix Life Limited. Lesa meira

25.11.2010 : Framkvæmdastjórn ESB hefur umsagnarferli vegna útfærslu Solvency II tilskipunarinnar

Framkvæmdastjórn ESB hefur hafið umsagnarferli vegna uppkasts að útfærslu (implementing measures) tilskipunar 2009/138/EB um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II).

Lesa meira

22.11.2010 : Yfirlýsing vegna frétta um sölu Sjóvár-Almennra trygginga hf.

Vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á vátryggingafélaginu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Lesa meira

15.11.2010 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2010 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Lilja Ólafsdóttir, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, sagði frá nýrri stefnu Fjármáleftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fjallaði um starfsemina. Í beinu framhaldi af ársfundinum var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða lærdóma megi draga af hruninu og hvaða sýn menn hafa á framtíðina.

Lesa meira

5.11.2010 : Stjórn FME hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar

Að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins gerði Andri Árnason hrl. sérstaka athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, með hliðsjón af umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um viðskipti Landsbanka Íslands hf. og félagsins LB Holding Ltd. með hlutabréf Kaupþings banka hf. á árinu 2001, og í tilefni af upplýsingum um viðskipti Landsbankans og félagsins NBI Holding Ltd. með hlutabréf í [V] á árinu 2001. Magnús G. Benediktsson, löggiltur endurskoðandi, vann einnig að athuguninni. Lesa meira

1.11.2010 : Flagganir - Icelandair Group hf.

Aðili verður flöggunarskyldur, samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þegar breyting verður á atkvæðisrétti hans í skráðu félagi, þannig að viðkomandi nái, hækki yfir eða lækki niður fyrir tiltekin mörk atkvæðisréttar sem skilgreind eru í lögunum. Flöggunarskyldur aðili skal tilkynna um slíkt til viðkomandi útgefanda og Fjármálaeftirlitsins og er það síðan í höndum útgefanda að birta upplýsingarnar opinberlega. Lesa meira

29.10.2010 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um hæfi lykilstarfsmanna

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um hæfi lykilstarfsmanna fyrirtækja á fjármálamarkaði sem er beint til allra eftirlitsskyldra aðila. Í tilmælunum er bent á að í nýjum lögum um fjármálafyrirtæki eru nýmæli er varða lykilstarfsmenn fjármálafyrirtækja, einkum varðandi viðskipti fyrirtækjanna við þá svo sem lánveitingar, starfslokasamninga og önnur kjör. Engin ákvæði hafa þó verið lögfest er varða hæfi lykilstarfsmanna en Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að með svipuðum hætti sé gætt að hæfi þeirra og að hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Lesa meira

27.10.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Bâloise Vie Luxembourg S.A. til Bâloise Europe Vie S.A. Lesa meira

18.10.2010 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 1. október 2010, starfsleyfi ALMC hf. (áður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka), kt. 701086-1399, sem viðskiptabanka, þar sem fyrirtækið var tekið til slita skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Lesa meira

15.10.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Arion banka hf. heimild til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Valitor hf.

Arion banki hf. óskaði eftir heimild til að auka virkan eignarhlut sinn í Valitor hf. óbeint í gegnum hlutdeild sína í Valitor Holding hf., sbr. 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið telur Arion banka hæfan til að eiga og fara með eignarhlutinn m.a. með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs Valitor. Lesa meira

8.10.2010 : Fjármálaeftirlitið athugar skilmála ábyrgðartrygginga í atvinnurekstri

Nýverið athugaði Fjármálaeftirlitið skilmála ábyrgðartrygginga í atvinnurekstri og skoðaði sérstaklega í því samhengi hvernig reynsla vátryggingafélaga hefur verið af ákvæðum í slíkum skilmálum sem takmarka ábyrgð vegna tjóns á munum í vörslu vátryggðs. Lesa meira

4.10.2010 : Dreifibréf um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum

Fjármálaeftirlitið sendi út dreifibréf í ágúst og september þar sem fjallað var um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti við framkvæmd uppgjörs í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum.

Lesa meira
Síða 45 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica