Fréttir


Fréttir: 2013 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

26.4.2013 : Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni

Fjármálaeftirlitið efndi til fræðslufundar um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni 23. apríl síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Inga Dröfn Benediktsdóttir og Harald Björnsson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins. Fundinn sóttu aðilar frá Seðlabankanum, Íbúðalánasjóði, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og fleiri stofnunum stjórnsýslunnar. Á fundinum var fjallað um reglur Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd reglnanna og snertifleti þeirra við starfsmenn og starfsemi stjórnvalda.
Lesa meira

24.4.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Yfirfærsla skaðatryggingastofns frá Assicurazioni Generali s.p.a. og  Alleanza Taro s.p.a. til Ina Assitalia s.p.a. Lesa meira

19.4.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir aðstoðarforstjóra

Fjármálaeftirlitið auglýsir nú  eftir aðstoðarforstjóra til að koma að uppbyggingu eftirlitsins og vera leiðandi, ásamt forstjóra, í starfi Fjármálaeftirlitsins varðandi fjármálastöðugleika og við stefnumörkun almenns eftirlits á fjármálamarkaði.  Starfið er nýtt í núverandi skipulagi og er aðstoðarforstjóri staðgengill forstjóra í hans fjarveru. Lesa meira

18.4.2013 : Skuldsett hlutabréfakaup eru áhættusöm

Í kjölfar fréttar um vaxandi ásókn fjárfesta í skuldsett hlutabréfakaup sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. apríl vill Fjármálaeftirlitið vekja sérstaka athygli almennra fjárfesta á þeirri áhættu sem fylgir slíkum viðskiptum.
Lesa meira

16.4.2013 : Fjármálaeftirlitið sendir lánastofnunum tilmæli vegna endurútreiknings gengislána

Fjármálaeftirlitið hefur sent tilmæli til lánastofnana, slitastjórna fjármálafyrirtækja og dótturfélaga þeirra. Tilefnið er endurreikningur, í annað sinn, á lánum tengdum gengi erlendra gjaldmiðla. Lánastofnanir munu að undanförnu hafa sent hluta lántakenda bréf þess efnis að lán þeirra séu lögleg erlend lán. Þau muni því ekki verða endurreiknuð frekar.
Lesa meira

9.4.2013 : EIOPA birtir drög að tilmælum um undirbúning vegna Solvency II

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA), hefur sent til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um undirbúning vegna tilskipunar 2009/138/EB (Solvency II tilskipunin) um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga. Lesa meira

26.3.2013 : Dómur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu um umframeftirlitsgjald vegna mats á hæfi stjórnarmanna Stapa.

Niðurstaða dómsins var að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um umframeftirlitsgjald var felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið skoðar nú forsendur niðurstöðunnar og metur framhaldið. Lesa meira

25.3.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði  sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

15.3.2013 : Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, en lögin sem sjá má hér taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Lesa meira

12.3.2013 : ESMA og EBA vara við viðskiptum með CFD fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. Má sjá þær á vefsíðunni: http://www.plus500.is/
Lesa meira

1.3.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

1.3.2013 : Reglur um framkvæmd hæfismats hjá lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hefur sett tvennar nýjar reglur um framkvæmd hæfismats. Annars vegar er um að ræða reglur nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða og hins vegar reglur nr. 181/2013 um framkvæmd hæfismats forstjóra og stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs. Lesa meira

22.2.2013 : Starfsleyfi MP banka aukið

Fjármálaeftirlitið samþykkti  þann 14. febrúar 2013, beiðni MP banka hf. um aukið starfsleyfi og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Hið aukna starfsleyfi fólst í heimild bankans til að stunda fjármögnunarleigu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002. Lesa meira

21.2.2013 : Drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2013 varðandi drög að reglum um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Umræðuskjalið er sent umsagnaraðilum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 13. mars nk. Skjalið er einnig birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

14.2.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu

  Fjármálaeftirlitið hélt í dag blaðamannafund í tilefni þess að stofnunin hefur lokið rannsóknum á málum tengdum bankahruninu. Á fundinum fóru Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins meðal annars yfir fjölda mála sem voru rannsökuð, hve mörg voru kærð til embættis sérstaks saksóknara, hve mörgum var vísað þangað og hve mörgum var lokað án frekari aðgerða.

Lesa meira

5.2.2013 : Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf. til Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 18. janúar sl. yfirfærslu einstaks rekstrarhluta Auðar Capital hf., kt. 640507-0390 , til Íslandsbanka hf. , kt.491008-0160 , samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á séreignarsparnaði Auðar Capital hf., Framtíðarauði. Auglýsing um yfirfærsluna hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu. Lesa meira

1.2.2013 : Nýjar reglur um viðbótareiginfjárliði

Samkvæmt 10. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ákveða í reglum að aðrir liðir en þeir sem greindir eru í 5.-7. mgr. ákvæðisins teljist með eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Á grundvelli þessa ákvæðis voru eldri reglur um viðbótareiginfjárliði nr. 156/2005 settar og tóku þær gildi þann 26. janúar 2005. Lesa meira

30.1.2013 : Námskeið um útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar

Fjármálaeftirlitið efndi til námskeiðs í flokkun fjárfestinga og útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar hinn 22. janúar síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Karen Íris Bragadóttir  og Arnar Jón Sigurgeirsson sem bæði eru sérfræðingar í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu. Námskeiðið var vel sótt.

Lesa meira

29.1.2013 : Umræðuskjal - drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2013 sem er drög að nýrri gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins. Umræðuskjalið hefur verið sent umsagnaraðilum. Hægt er að koma á framfæri umsögn eigi síðar en 19. febrúar næstkomandi. Skjalið er birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins og má nálgast það hér. Lesa meira

25.1.2013 : Fjármálaeftirlitið auglýsir eftir fjármálastjóra

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum einstaklingi í nýtt starf fjármálastjóra. Fjármálastjóri mun bera ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð ásamt því að stýra fjármálateymi innan rekstrarsviðs. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra. Auglýsinguna má sjá hér. Lesa meira
Síða 4 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica