Fréttir


Fréttir: 2018 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

23.4.2018 : Kröfu í máli Eimskipafélagsins gegn Fjármálaeftirlitinu hafnað í héraðsdómi

Niðurstaða héraðsdóms liggur nú fyrir í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu vegna ákvörðunar stofnunarinnar frá því í mars 2017 um að leggja 50.000.000 króna stjórnvaldssekt á félagið vegna brota gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

16.4.2018 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs 2018

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn annan fund á árinu 2018 þriðjudaginn 20. mars og framhaldsfund 13. apríl. 

Lesa meira

6.4.2018 : Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka birtir skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi

Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við athugasemdunum með því að greina hvaða breytingar þarf að ráðast í  og útbúa aðgerðaráætlun.

Lesa meira

5.4.2018 : Iceland Travel Assistance ehf. afskráð sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið hefur með vísan til 2. mgr. 25. gr. b laga nr. 64/2006, fellt Iceland Travel Assistance ehf. af skrá yfir gjaldeyrisskiptastöðvar. Félagið uppfyllir ekki lengur skilyrði skráningar þar sem bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars sl. 

Lesa meira

4.4.2018 : Fjármálaeftirlitið skráir Iceland Tax Free ehf. sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið skráði Iceland Tax Free ehf., kt. 450115-0450, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sem gjaldeyrisskiptastöð hinn 27. mars 2018, sbr. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu.

Lesa meira

28.3.2018 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um tilgreiningu fjármálasamsteypu vegna hlutdeildar Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) í Kviku banka hf. (Kviku).

VÍS eignaðist á árinu 2017 virkan eignarhlut í Kviku og er bankinn sem stendur hlutdeildarfélag VÍS. Í lögum nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum er Fjármálaeftirlitinu falið að meta það hvort tilgreina beri fjármálasamsteypu, skv. 3.-5. gr. þeirra laga. Það er mat Fjármálaeftirlitsins að tilgreining fjármálasamsteypu í þessu tilfelli myndi ekki skila Fjármálaeftirlitinu viðbótarupplýsingum í samræmi við markmið með viðbótareftirliti og einnig að slík tilgreining hefði óverulega hagsmuni í för með sér fyrir viðbótareftirlit. Með hliðsjón af framangreindu hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að nýta heimild í 2. mgr. 5. gr. laganna, til að ákveða að samstæðan teljist ekki fjármálasamsteypa í merkingu laganna. 

Lesa meira

27.3.2018 : ESMA bannar tvíundar valrétti og setur skorður á mismunasamninga til að vernda almenna fjárfesta

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) hefur samþykkt að banna markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundar valréttum (e. binary options) til almennra fjárfesta. Að auki hefur ESMA sett skorður á markaðssetningu, dreifingu og sölu á mismunasamningum (e. contracts for difference). 

Lesa meira

26.3.2018 : Gagnaskilakerfi (skýrsluskilakerfi) FME verður lokað frá kl. 12:00 í dag

Vegna viðhalds verður gagnaskilakerfi (skýrsluskilakerfi) FME lokað frá kl. 12:00 í dag 26 mars. Stefnt er að því að opna kerfið í fyrramálið klukkan  9:00. Þeim tilmælum er beint til notenda að vera vakandi fyrir villum eftir opnun kerfisins og senda ábendingu á hjalp@fme.is ef vart verður við eitthvað óvenjulegt. Notendur eru beðnir um að sýna biðlund á meðan á viðhaldi stendur. 

Lesa meira

23.3.2018 : Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) kallar eftir áhugasömum aðilum af lífeyris- og vátryggingamarkaði sem vilja taka þátt í hagsmunanefndum á þeirra vegum

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) kallar eftir áhugasömum aðilum af lífeyris- og vátryggingamarkaði sem vilja taka þátt í Insurance and Reinsurance Stakeholder Group (IRSG) og í Occupational Pensions Stakeholder Group (OPSG). Hægt er að sjá frekari upplýsingar og nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu EIOPA https://www.eiopa.europa.eu/content/eiopa-launches-selection-procedure-members-its-stakeholder-groups.

Lesa meira

21.3.2018 : Fyrsta tölublað Fjármála 2018 er komið út

Fyrsta tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út.  Í blaðinu fjalla þau Finnur Tryggvi Sigurjónsson og Úrsúla Ingvarsdóttir, sérfræðingar í vettvangsathugunum, um virka stýringu hlutabréfasjóða og Loftur Hreinsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, skrifar grein undir yfirskriftinni: Samsettur áhættuvísir fyrir íslenska fjármálakerfið. Þá skrifar Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu, greinina: Opinber birting upplýsinga um vátryggingastarfsemi og Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings glímir við spurninguna: Hvenær öðlast PSD2 gildi hér á landi?

Lesa meira

20.3.2018 : Neytendur á vátryggingamarkaði minntir á mikilvægi upplýstrar ákvörðunar við breytingu á líf- og/eða sjúkdómatryggingum

Fjármálaeftirlitið minnir á mikilvægi þess að um upplýsta ákvörðun sé að ræða þegar ákveðið er að færa líf- og/eða sjúkdómatryggingar milli vátryggingafélaga.

Lesa meira

20.3.2018 : Árni Reynisson ehf.

Árni Reynisson og Árni Reynisson ehf., sem höfðu starfsleyfi vátryggingamiðlara samkvæmt lögum nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga,  hafa skilað inn starfsleyfum sínum í samræmi við 36. gr. fyrrgreindra laga. Í samræmi við tilkynningu þar um hefur Fjármálaeftirlitið fellt aðilana út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning þess efnis birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

5.3.2018 : Sjálfsmat stjórna

Á árinu 2017 óskaði Fjármálaeftirlitið eftir því að stjórnir tiltekinna banka, sparisjóða, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs gerðu sjálfsmat í því skyni að leggja mat á hvort stjórn eftirlitsskylda aðilans væri þannig samsett að hún byggi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að skilja þá starfsemi sem eftirlitsskyldi aðilinn stundaði, þ.m.t. helstu áhættuþætti. 

Lesa meira

1.3.2018 : Þrír framkvæmdastjórar nýrra eftirlitssviða ráðnir

Gengið hefur verið frá ráðningu þriggja framkvæmdastjóra á nýjum eftirlitssviðum Fjármálaeftirlitsins, en störfin voru auglýst laus til umsóknar þann 13. janúar.  Björk Sigurgísladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hlítingar og úttekta, Finnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri bankasviðs og Páll Friðriksson framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta.  

Lesa meira

27.2.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 
Yfirfærsla vátryggingastofns frá AXA Belgium SA til Portman Insurance SE.

Lesa meira

23.2.2018 : EIOPA birtir gögn um rekstur vátryggingafélaga á EES

Frá gildistöku Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB, sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 100/2016), hefur Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) safnað gögnum frá eftirlitsstjórnvöldum EES ríkjanna. Frá 3. ársfjórðungi 2016 hefur hluti gagnanna verið birtur ársfjórðungslega á samandregnu formi fyrir einstök ríki á heimasíðu EIOPA.

Lesa meira

21.2.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni

Þann 6. mars næstkomandi kl. 10.00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3. hæð.

Lesa meira

19.2.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi öryggi netgreiðslna

Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til greiðsluþjónustuveitenda þar sem viðmiðunarreglur EBA varðandi öryggi netgreiðslna eru kynntar. Í dreifibréfinu er meðal annars bent á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur gefið út nokkurn fjölda viðmiðunarreglna (e.guidelines) sem varða starfsemi fjármálafyrirtækja og annarra greiðsluþjónustuveitenda, m.a. viðmiðunarreglur varðandi öryggi netgreiðslna sem birtar hafa verið á vef Fjármálaeftirlitsins

Lesa meira

12.2.2018 : Viðvörun Evrópsku eftirlitsstofnananna vegna sýndargjaldeyris

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði, þ.e. Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) gáfu í dag út sameiginlega viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé. Stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.

Lesa meira

9.2.2018 : Yfirlýsing Norður- og Eystrasaltslandanna um fjármálastöðugleika

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing („memorandum of understanding“) viðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika.

Lesa meira
Síða 5 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica