Fréttir


Fréttir (Síða 41)

Fyrirsagnalisti

5.12.2011 : Samruni Byrs hf. og Íslandsbanka hf.

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki veitti Fjármálaeftirlitið þann 17. október 2011 samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. með fyrirvara um að samrunaferlið yrði í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. Samruninn var samþykktur á fundi stjórnar Íslandsbanka hf. og á hluthafafundi Byrs hf. þann 29. nóvember 2011. Samruninn tekur gildi frá og með 29. nóvember 2011. Réttindum og skyldum Byrs hf. telst reikningslega lokið þann 30. júní 2011, en frá þeim degi tekur Íslandsbanki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Byrs hf. Lesa meira

5.12.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Arion banka hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Fjármálaeftirlitið veitti Arion banka hf. hinn 25. nóvember sl. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf. Lesa meira

1.12.2011 : Ríkissaksóknari fellst á kæru Fjármálaeftirlitsins

Eins og fram hefur komið opinberlega kærði Fjármálaeftirlitið fyrir nokkru þá ákvörðun embættis sérstaks saksóknara að hætta rannsókn á meintum brotum á fjárfestingarheimildum fimm lífeyrissjóða sem voru í umsjá Landsbanka Íslands hf. fyrir fall bankans. Fjármálaeftirlitið hafði kært lífeyrissjóðina til embættis sérstaks saksóknara. Lesa meira

1.12.2011 : Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með greiðsluþjónustu

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011, en lögin taka gildi 1. desember 2011. Lesa meira

29.11.2011 : Tilkynning um fyrirhugaðan flutning á vátryggingastofni

Fjármálaeftirlitinu hefur borist umsókn frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að flytja vátryggingastofn félagsins í barnatryggingum til Sjóvár Almennra líftrygginga hf. Við flutning stofnsins mun Sjóvá Almennar líftryggingar hf.  yfirtaka öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgja.  Lesa meira

29.11.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Andra Guðmundssonar til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf.

Þann 25. nóvember sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Andri Guðmundsson sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

17.11.2011 : Tímabundin starfsemi lánastofnana

Viðskiptabanka, sparisjóði og lánafyrirtæki er heimilt samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að stunda tímabundið aðra starfsemi í óskyldum rekstri í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila.

Lesa meira

16.11.2011 : Reglur um varnarþing í vátryggingamálum

Fjármálaeftirlitið hefur sent íslenskum vátryggingafélögum og vátryggingamiðlurum dreifibréf  í tilefni ákvæða í Lúganósamningnum svonefnda sem var  fullgiltur fyrir Íslands hönd hinn 1. maí síðastliðinn, samanber  einnig lög um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum  (nr. 7/2011). Aðilar samningsins, auk Íslands eru aðildarríki Evrópusambandsins,  Noregur og Sviss. Lesa meira

15.11.2011 : Umræðuskjöl EIOPA vegna skýrsluskila

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA. Um er að ræða umræðuskjal um samræmd skýrsluskil (Quantitative Reporting Templates) á evrópska efnahagssvæðinu og umræðuskjal um opinbera skýrslugjöf og skýrslu til eftirlitsstjórnvalda (Guidelines on Narrative Public Disclosure & Supervisory Reporting, Predefined Events and Processes for Reporting & Disclosure). Umræðuskjölin eru hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjölin til EIOPA á netfangið: cp009@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012. Lesa meira

9.11.2011 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2011 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2011 kynnt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra flutti ávarp og Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar og kynntu ársskýrsluna.

Lesa meira

8.11.2011 : Umræðuskjal EIOPA vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA.  Um er að ræða Guidelines for the Own Risk and Solvency Assessment (ORSA).  Umræðuskjalið er hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjalið til EIOPA á netfangið: cp008@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012. Lesa meira

1.11.2011 : Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum

Þann 17. september síðastliðin samþykkti Alþingi ný lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011. Samkvæmt IV. kafla laganna er Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum frá og með gildistöku laganna þann 1. nóvember. Um nýmæli er að ræða, en hingað til hafa fagfjárfestasjóðir ekki lotið skipulögðu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Einungis rekstrarfélögum verðbréfasjóða (fjármálafyrirtæki sem reka verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði) hefur verið skylt að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um stofnun fagfjárfestasjóða í þeirra rekstri.

Lesa meira

28.10.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

20.10.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Saga Fjárfestingarbanka hf., kt. 660906-1260, sem lánafyrirtæki, þar sem fyrirtækið fullnægir ekki ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um eigið fé, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Lesa meira

20.10.2011 : Fundur með fjölmiðlum um hálfsársuppgjör viðskiptabankanna

Fjármálaeftirlitið efndi til kynningar í dag fyrir fjölmiðla þar sem farið var yfir hálfsársuppgjör viðskiptabankanna. Kynningarfundur af þessu tagi er ákveðin nýjung í starfsemi Fjármálaeftirlitsins og í samræmi við þá áherslu sem lögð er á það í stefnu stofnunarinnar að efla faglega umræðu og auka gagnsæi.

Lesa meira

17.10.2011 : Samruni Byrs hf. við Íslandsbanka hf. samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en Fjármálaeftirlitið hefur haft beiðni þessa efnis til skoðunar ásamt tilheyrandi gögnum frá því í júlí á þessu ári. Þar sem samrunaferli Byrs hf. og Íslandsbanka hf. er ólokið er samþykki Fjármálaeftirlitsins háð þeim fyrirvara að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög. Lesa meira

4.10.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Fjármálaeftirlitið veitti Íslandsbanka hf. hinn 30. september sl. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf. Lesa meira

28.9.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa í heild eða að hluta

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf. og starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi Landsbanka Íslands hf. að hluta. Lesa meira

27.9.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Íslandsbanka hf. til að fara með virkan eignarhlut í BYR hf.

Hinn 26. september sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR hf. verði talið dótturfyrirtæki bankans, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

23.9.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira
Síða 41 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica